Merki Iceland Outfitters IO veiðileyfi Lax Silungveiði Skotveiði Fréttir

Vortilboð í Skjálfandafljóti.

Eitt best geymda leyndarmál Laxveiðinar á norðurlandi er sennilega Skjálfandafljót, Há meðalveiði, gott hlutfall stórlaxa og tröllvaxinn náttúra gerir ánna að allgjöru ævintýra landi. Veiðileyfaverð er meira en sanngjarnt og kjörið tækifæri fyrir flotta veiðimenn að skella sér norður og prófa þessa frábæru dásemd.

 
Við höfum ákveðið að skella í frábært tilboð af nokkrum vel völdum hollum. Skjálfandafljót er rík af stórlaxi og er stórlaxinn frekar snemmgengin og sýna veiðitölur undanfarinna ára í júní og byrjun júlí frábæra veiði,
 
Tilboðshollin eru eftirfarandi og er allt að 30% afsláttur..
 
Hollið 24-25-26 júní, hægt er að picka út stakar stangir og staka daga.
 
hollið 3-4-5 júlí hægt er að picka út stakar stangir og staka daga.
 
Veiði svæðin eru 4 talsinns
 
Barnafell sem er sellt í hálfum dögum og er bara 1 stöng. Tilboðsverð frá 21.000 kr- 25.800 kr hálfur dagur.
 
Vesturbakki sellt í heilum dögum og eru 2 stangir á svæðinu. Tilboðsverð frá 17.500 kr- 18.000 kr heill dagur stöngin.
 
Austurbakki Neðri ( skipapollur )  sellt í heilum dögum 1 stöng í júní og 2 stangir í Júlí, Tilboðsverð frá 25.000 kr- 26.000 kr heill dagur stöngin.
 
Austurbakki Efri (Þingey) sellt í heilum dögum 2 stangir á svæðinu. Tilboðsverð frá 25.000 kr- 28.000 kr heill dagur stöngin.
 
Á þeim svæðum þar sem eru 2 stangir leyfðar er veiðisvæðaskipting á ábyrgð veiðimanna.

 

 

 

Fleiri fréttir