Ytri Rangá vorveiði

Ytri Rangá, Sjóbirtingur vorveiði

Almennar upplýsingar

Ytri Rangá býður upp á eina áhugaverðustu sjóbirtingsveiðina nálægt Reykjavík.  4 stangir seldar saman og fylgir ágætis sumarbústaður með grilli sem tekur allt 8 manns í gistingu. Veiðisvæðið nær frá Ægisíðufossi og niður í ós. Helstu veiðistaðir eru Ægisíðufoss, Gunnugilsbreiða, hrafntófir, Djúpós. Borg ofl seldir eru stakir dagar og fylgir veiðihúsið að Hallanda með seldum leyfum. Vorveiðin í Ytri Rangá er frábær og vinsæll kostur fyrir alla sem elska sjóbirtingsveiði að vorlagi.

Bóka veiðileyfi

Það eru engin dagbókaratriði ennþá.

Leiðarlýsing og veiðisvæði

Ytri Rangá rennur í gegnum Hellu og til þess að komast að veiðihúsinu er beygt niður Þykkvabæja afleggjaran og keyrt ca 1 km og svo er beygt til vinstri í átt að þyrpingu sumarbústaða og Hallandahúsið er fyrsti bústaðurinn í hverfinu og sjáanlega stærsti bústaðurinn.

Vinsælar flugur

Ýmsar litlar straumflugur eins og Black Ghost, Nobbler, Grey Ghost o.fl.

Hentug veiðitæki

Einhendur fyrir línuþyngdir #7-8 og Tvíhendur fyrir línu 7-9. sökktaumar eða sökklínur

 

Gisting

Ágætis bústaður fylgir vorveiðinni í Ytri Rangá og er hann staðsettur rétt fyrir ofan Rangárflúðir. 

Aðstaða:
Eldhús/stofa með litlum ísskáp, 2 x hellur, gasgrilli og verönd.  Borðbúnaður fyrir 8.  Vinsamlegast takið með ykkur rúmföt, sængur og allt lín, tuskur, viskastykki og annað sem þarf. 

Gistipláss fyrir 8 manns

Information

Staðsetning

Veiðihús:

Fjöldi stanga

4 stangir seldar saman.

Leyfilegt agn

Eingöngu fluguveiði

Kvóti

Öllum fiski sleppt.

Veiðitímabil

Vorveiði: 1. apríl - 30. maí

Daglegur veiðitími

8:00-20:00

Veiðivarsla

S. Ari 8425559

Skráning afla

Veiðibók er í veiðihúsi. Vinsamlegast skráið allan afla.