Ytri Rangá vorveiði

Ytri Rangá, Sjóbirtingur vorveiði

Almennar upplýsingar

Ytri Rangá býður upp á eina áhugaverðustu sjóbirtingsveiðina nálægt Reykjavík. Alls ery  4 stangir eru á veiðisvæðinu og eru 2 st eða 4 st seldar saman, Það fylgir ágætis sumarbústaður með grilli sem tekur allt 8 manns í gistingu. Veiðisvæðið nær frá Ægisíðufossi og niður í ós. Helstu veiðistaðir eru Ægisíðufoss, Gunnugilsbreiða, hrafntófir, Djúpós. Borg ofl ,seldir eru stakir dagar og fylgir veiðihúsið að Hallanda með seldum leyfum. Vorveiðin í Ytri Rangá er frábær og vinsæll kostur fyrir alla sem elska sjóbirtingsveiði að vorlagi.

Bóka veiðileyfi

Það eru engin dagbókaratriði ennþá.

Leiðarlýsing og veiðisvæði

Ytri Rangá rennur í gegnum Hellu og til þess að komast að veiðihúsinu er beygt niður Þykkvabæja afleggjaran og keyrt ca 1 km og svo er beygt til vinstri í átt að þyrpingu sumarbústaða og Hallandahúsið er fyrsti bústaðurinn í hverfinu og sjáanlega stærsti bústaðurinn.

Vinsælar flugur

Ýmsar litlar straumflugur eins og Black Ghost, Nobbler, Grey Ghost o.fl.

Hentug veiðitæki

Einhendur fyrir línuþyngdir #7-8 og Tvíhendur fyrir línu 7-9. sökktaumar eða sökklínur

 

Gisting

Ágætis bústaður fylgir vorveiðinni í Ytri Rangá og er hann staðsettur rétt fyrir ofan Rangárflúðir. 

Veiðifólk má koma kl 20. kvöldið fyrir veiðidag og þurfa að skila húsinu hreinu fyrir kl 19 á veiðidag.

Aðstaða:
Eldhús/stofa með litlum ísskáp, 2 x hellur, gasgrilli og verönd.  Borðbúnaður fyrir 8.  Vinsamlegast takið með ykkur rúmföt, sængur og allt lín, tuskur, viskastykki og annað sem þarf. 

Veiðimenn verða að þrífa eftir sig og taka með sér allt rusl.

Gistipláss fyrir 8 manns , 4 herbergi eru í húsinu og fylgir 1 herb hverji seldri stöng.

Information

Staðsetning

Veiðihús:

Fjöldi stanga

4 stangir , 2 stangir eru í pakka á ioveidileyfi.

Leyfilegt agn

Eingöngu fluguveiði

Kvóti

Öllum fiski sleppt.

Veiðitímabil

Vorveiði: 1. apríl - 30. maí

Daglegur veiðitími

8:00-20:00

Veiðivarsla

S. Ari 8425559

Skráning afla

Veiðibók er í veiðihúsi. Vinsamlegast skráið allan afla.