Ytri Rangá vorveiði

Ytri Rangá, Sjóbirtingur vorveiði

Almennar upplýsingar

Ytri-Rangá er einstök í sjóbirtingsveiði að vori. Árlega veiðast þar fiskar sem ná allt að 20 pundum (um 10 kg). Síðustu ár hefur sjóbirtingsveiðin í ánni verið á uppleið, og flestir fiskarnir eru í mjög góðu holdi eftir veturinn. Þetta gerir veiðina bæði spennandi og krefjandi.

Seldar eru 2–4 stangir saman, en heildarfjöldi stanga á svæðinu er 4 á dag. Með veiðileyfunum fylgir notalegt sumarhús sem rúmar allt að 8 manns. Húsið er miðað við að tvær stangir hafi aðgang að tveimur herbergjum, en fyrir þá sem vilja hafa húsið út af fyrir sig mælum við með að kaupa öll veiðileyfin þann daginn.

Ytri-Rangá býður upp á frábæra aðstöðu og einstaka upplifun fyrir sjóbirtingsveiðifólk á öllum getustigum. Veiðisvæðið er fjölbreytt og gefur veiðimönnum góð tækifæri til að veiða stóra og kraftmikla fiska.

Bóka veiðileyfi

21 apr. 22 apr. 23 apr. 24 apr. 25 apr. 26 apr. 27 apr. 28 apr. 29 apr. 30 apr. 01 maí. 02 maí. 03 maí. 04 maí. 05 maí. 06 maí. 07 maí. 08 maí. 09 maí. 10 maí. 11 maí. 12 maí. 13 maí. 14 maí. 15 maí. 16 maí. 17 maí. 18 maí. 19 maí. 20 maí. 21 maí. 22 maí. 23 maí. 24 maí. 25 maí. 26 maí. 27 maí. 28 maí. 29 maí. 30 maí. 31 maí.
Ytri Rangá, Sjóbirtingur vorveiði
1
1
2
2
1
1
1
1
1
2
2
2
2
2
2
1
1
2
2
2
21 apr. 22 apr. 23 apr. 24 apr. 25 apr. 26 apr. 27 apr. 28 apr. 29 apr. 30 apr. 01 maí. 02 maí. 03 maí. 04 maí. 05 maí. 06 maí. 07 maí. 08 maí. 09 maí. 10 maí. 11 maí. 12 maí. 13 maí. 14 maí. 15 maí. 16 maí. 17 maí. 18 maí. 19 maí. 20 maí. 21 maí. 22 maí. 23 maí. 24 maí. 25 maí. 26 maí. 27 maí. 28 maí. 29 maí. 30 maí. 31 maí.

Leiðarlýsing og veiðisvæðið

Ytri-Rangá sjóbirtingsvæðið nær frá Ægissíðufossi og niður í ós. Helstu veiðistaðir á svæðinu eru Ægissíðufoss (vestan og austan megin), Sandflá, Nýja Gunnugilsbreiða, Gamla Gunnugilsbreiða, Hrafntóftir, Breiðibakki, Húsabakki, Hólmabreiða, Línustrengur, Djúpós, Staur, Straumey og Borg. Gott aðgengi er að merktum veiðistöðum og liggja veiðislóðar að öllum merktum veiðistöðum og þarf veiðifólk sjaldan að ganga langt til að komast að tökustöðum, slóðarnir eru merktir á veiðikortinu.

Sjóbirtingurinn heldur sig gjarnan á djúpum stöðum, nálægt lækjum og skurðum eða við náttúrulega felustaði eins og t.d. grjót.

Sumarhúsið Hallandi: Til að finna sumarhúsið Hallanda er ekið um 1 km niður Þykkvabæjarveg, þar til komið er að fyrstu sumarhúsabyggðinni á vinstri hönd. Hallandi er fyrsta húsið í götunni eftir að beygt hefur verið til vinstri og ekið fram hjá afleggjaranum að Riverfront Lodge.

Akstur að Ægissíðufossi (austan megin): Til að veiða í Ægissíðufossi austan megin skal aka í gegnum Hellu og beygja til hægri inn á Gaddstaðarveg. Eftir um 500 metra er beygt til vinstri inn á malarveg og fljótlega aftur til hægri, áður en haldið er niður að fossinum. Aðeins jeppar eða jepplingar ættu að fara þessa leið.

Athugið! Ef mikið hefur rignt eða snjór leyst hratt, geta sumir vegir og slóðar orðið torfærir eða leðjukenndir. Það er auðvelt að festa bifreiðina í slíkum aðstæðum, svo við mælum ekki með akstri á þeim. Best er að leggja bifreiðinni á öruggum stað áður en aðstæður versna og ganga restina af leiðinni. Þetta á sérstaklega við veiðislóðina sem liggur niður að Ægissíðufossi austan megin. Akstur utan vega er með öllu óheimill.

Vinsælar flugur

Ýmsar straumflugur og púpur, jafnvel túbur með einkrækju.

Straumflugur: Black Ghost, Nobbler, Grey Ghost, Dentist, Snákur o.fl. 

Púpur: Chopper John, Rubber Legs, Phesant tail, Squrmy, Blow Torch o.fl.

Túbur: Langur Sunray Shadow, Langur Collie dog, Black Ghost, Flæðamús o.fl. 

Hentug veiðitæki

Einhendur fyrir línu þyngdir #6-8 og Tvíhendur/switch stangir fyrir línu 6-9. Flot lína með sökktaum eða sökklínur. 

Gisting – Hallandi sumarhús

Ágætis, rúmgóður bústaður fylgir vorveiðinni í Ytri Rangá frá 1.apríl til 31.maí, staðsett skammt frá veiðihúsi Ytri-Rangá. Húsið er innbyggt með eldhús/stofu, litlum ísskáp, tvær hellur, baðherbergi með sturtu og verönd. Veiðifólk má koma kl.20. kvöldið fyrir veiðidag og þurfa að skila húsinu hreinu fyrir kl 19 á veiðidegi. Gistipláss er fyrir allt að 8 manns og eru 4 herbergi í húsinu. Það fylgir 1 herbergi á hverri seldri stöng.

Það sem er til staðar er borðbúnað fyrir 8 manns, eldhús áhöld og gasgrill.

Vinsamlegast takið með ykkur rúmföt, lök og rúmföt ásamt tuskum, viskustykki og klósett pappír. 

Veiðimenn eiga að þrífa eftir sig og taka með sér allt rusl við brottför.

Eftir maí eru veiðimönnum boðið upp á að kaupa sér gistingu í veiðihúsi Ytri-Rangá. Við mælum með fyrir þá sem vilja vera með meiri þjónustu. Innifalið er uppábúin rúm og Morgunverður.

Hægt er að skoða veiðihús Ytri Rangá hér: Veiðihús Ytri Rangá

Staðsetning

Hallandi: Rangárstígur 1,
63.83251321791332, -20.42060249818172

Fjöldi stanga

4 stangir eða 2 stangir seldar saman

Leyfilegt agn

Eingöngu fluguveiði

Kvóti

1 Urriði pr stöng pr dag, Öllum niðurgöngulaxi er skyllt að sleppa.

Veiðitímabil

Vorveiði: 1. apríl - 30. maí

Daglegur veiðitími

8:00-20:00

Veiðivarsla

S. Ari 8425559

Skráning afla

Veiðibók er í veiðihúsi. Vinsamlegast skráið allan afla.