Ytri Rangá 2022

Ytri Rangá 2022

Það er okkur sönn og mikil ánægja að geta boðið uppá Ytri Rangá sem er óumdeilanlega besta laxveiðiá landsins með meðalveiði sl 15 ára uppá 6300 laxa pr veiðitímabil.

Flestir þekkja Ytri Rangá enda er hún búin að vera í toppsætum bestu laxveiðiáa landsins síðastliðin 25 ár hvort sem það er veiddir laxar pr stöng eða heildarfjölda veiddra laxa. Ytri Rangá á standandi Íslandsmet í fjölda veiddra laxa sem voru nálægt 15.000 laxar og er sennilega einn besti kosturinn á veiðileyfa markaðnum á íslandi í dag.

Leiðarlýsing og veiðisvæði

Veiðisvæði nær frá Djúpósnef – Gutlfossbreiða

Sellt í stökum dögum frá morgni til kvölds 20-29 júní og 21 sept-20 okt.

Gistiskylda frá 30 Juní – 20 Sept

Sellt í 2-4 daga hollum frá 30 júní- 20 sept. svo veiðimenn geta valið að kaupa 2-4-6 daga í senn.

20.-30 Júní

  • 12 stangir í ánni, skipt í 6 svæði, 2 stangir eru saman á svæði, Dregið er um veiðisvæði í veiðihúsinu og róterar áin niður og skipt á 3 klst fresti. Áin róterar á oddatölum eða slettum tölum, Ef veiðimaður dregur td svæði no 5 mun viðkomandi rótera 5-3-1-8-6-4-2

1-10 Júlí 

  • 14 stangir í ánni, skipt í 7 svæði og eru 2 stangir saman á hverju svæði , dregið er um svæði á komudegi og rótera veiðimenn niður ánna. Það tekur 2 daga að fara yfir alla ánna/öll veiðisvæðin svo það er sniðugt að kaupa 2 daga til að ná öllum svæðum. Áin róterar á oddatölum eða slettum tölum, Ef veiðimaður dregur td svæði no 5 mun viðkomandi rótera 5-3-1-8-6-4-2

10 júlí – 1 Ágúst

16 stangir í ánni, skipt í 8 svæði og eru 2 stangir saman á hverju svæði , dregið er um svæði á komudegi og rótera veiðimenn niður ánna. Áin róterar á oddatölum eða slettum tölum, Ef veiðimaður dregur td svæði no 5 mun viðkomandi rótera 5-3-1-8-6-4-2

1 Ágúst – 20 sept.

18 stangir í ánni skipt í 9 svæði og eru 2 stangir saman á hverju svæði , dregið er um svæði á komudegi og rótera veiðimenn niður ánna.  Ytri Rangá er seld í 2 daga hollum á þessum tíma og eru þá skiptidagar annanhvern dag, veiðimenn geta valið sér að bóka 2 daga, 4 daga eða 6 daga í senn. Áin róterar á oddatölum eða slettum tölum, Ef veiðimaður dregur td svæði no 5 mun viðkomandi rótera 5-3-1-8-6-4-2

21 sept-20 okt

18 stangir í ánni skipt í 9 svæði og eru 2 stangir saman á hverju svæði , dregið er um svæði á hverjum morgni. Seldir eru stakir dagar frá morgni til kvölds, Áin róterar á oddatölum eða slettum tölum, Ef veiðimaður dregur td svæði no 5 mun viðkomandi rótera 5-3-1-8-6-4-2

 Veiðimenn eru skyldaðir að setja allar hrygnur sem eru stærri en 75cm í tilgerðar kistur sem eru staðsettar á öllum veiðisvæðum Ytri Rangár og gera veiðiverði viðvart eða umsjónamanni. Einnig eru veiðimenn beðnir um að sleppa öllum silungi en hann hefur átt undir högg að sækja á seinni árum.

Vinsælar flugur

Bismo, Sunray, Þýsk snælda, Francis og fleira.  Túbur virka mjög vel í Ytri Rangá

Hentug veiðitæki

11-14 feta Tvíhenda, flotlína með sökktaum. 

Gisting

Gistiskylda er frá 30 júní til 20 sept

Staðsetning

Þjónustuhús veiðifélagsins: 63.830773, -20.421706

Fjöldi stanga

12-18 stangir eftir tímabilum.

Leyfilegt agn

engöngu fluga frá 20 júní-2 sept FH. Fluga maðkur spúnn frá 2 sept EH - 20 okt

Kvóti

Öllum hrygnum stærri en 70 cm skal setja í þartilgerðar kistur og láta veiðivörð eða umsjónamann vita

Veiðitímabil

20 Júní - 20 okt

Daglegur veiðitími

20 júní - 10 júlí 7-13 og 16-22.. 11 júlí - 20 sept. 7-13:00 og 15:00-21:00. 21 sept -20 okt. 08.00-20.00

Veiðivarsla

Ari 8425559

Skráning afla

Veiðibók er í þjónustuhúsi veiðifélagsins.

Veiðikort