Vatnasvæði Lýsu, Snæfellsnesi
Almennar upplýsingar
Fjölskylduparadís með góðri laxavon síðsumars.
Vatnasvæði Lýsu er frábær silungsveiðikostur á Sunnanverðu Snæfellsnesi og í bestu árum hafa veiðst hátt í 200 laxar á sumri.
Fyrri hluti sumars veiðist mest af bleikju og urriða en þegar líður á júlí er töluverð laxavon á svæðinu. Á haustin bætist svo sjóbirtingurinn við og er svæðið einna mest spennandi seinni hluta sumars. Þetta er frábær og ódýr kostur fyrir veiðifólk á einum fegursta stað landsins.
Það er mikill fiskur í vötnunum en veiðin er bæði upp og niður eftir veðri og vindum. Laxinn er yfirleitt smálax en allt að 19 punda fiskar hafa veiðst og silungurinn er aðallega frá 400 gr -1.000 gr.
ATH! Öllum laxi skal sleppt
Vatnasvæði Lýsu var lengi vel í umsjá einkaaðila og er það mikið fagnaðarefni fyrir marga að geta loks veitt þar að nýju.
Leiðarlýsing og veiðisvæði
Vinsælar flugur
Á vorin: hefðbundnar púpur og straumflugur
Á sumrin, litlar laxaflugur og hefðbundnar púpur og straumflugur fyrir sjóbirtinginn.
Hentug veiðitæki
Nettar einhendur með flotlínu.
Gisting
Engin gisting fylgir veiðisvæðinu er margir skemmtilegir gistimöguleikar eru á svæðinu. Hér má sjá gistimöguleika: GISTING
Staðsetning
Leirá lodge: 64.395303, -21.855431
Fjöldi stanga
6 stangir.
Leyfilegt agn
Fluga og spúnn. Maðkveiði og beita stranglega bönnuð.
Kvóti
Ekki eru takmarkanir á silungsveiði en öllum laxi skal sleppt.
Veiðitímabil
1. júní - 20. sept
Daglegur veiðitími
7:00-13:00 og 16:00-22:00 Frá 20. ágúst 07:00-13:00 og 15:00-21:00
Veiðivarsla
Sigrún Katrín 8987086 og Þór Fannberg 8958987
Skráning afla
Veiðibók er í móttökunni á Langaholti og eru menn skyldir að skrá allan afla í lok dags.
Veiðikort
