Hólsá Borg

Hólsá Borg, vesturbakki

Vesturbakki Hólsár Borg er sennilega eitt besta  4 stanga laxveiðisvæði  landsins með meðalveiði uppá ca 600 laxa tímabil. Fá sjálfsmennskusvæði geta boðið upp á sambærilegar aflatölur og fást úr Hólsá Borg

Flestir þekkja Borgarsvæðið á Vesturbakka Hólsá enda er það eitt af betri 4 stanga veiðisvæðum landsins með rosalega meðalveiði enda ganga árlega um og yfir 10 þúsund laxar í gegnum svæðið á leið sinni í Ytri og Eystri Rangá. Ágætis 4 herbergja veiðihús fylgir seldum veiðileyfum og komast allt að 8 manns í gistiaðstöðuna.

Seldar eru 2 eða 4 stangir saman ýmist frá morgni til kvölds eða í 2 daga hollum.  Þetta er veiðisvæði sem er  kjörið fyrir vinahópa og fjölskyldur sem vilja vera prívat í góðri laxveiði. 

Veiðisvæði, ATH breytingar fyrir 2024

Veiðisvæði Hólsá Borgar nær frá veiðistaðnum Staur rétt fyrir ofan  Straumey  og alla leið niður í Ós.
Bestu veiðistaðir eru, Staurinn, Straumey, Þvottaplan, Borg, Borgabakkar, Raflína og Hólsárós, það er eingöngu veitt með flugu frá opnun til 10. Sept svo er blandað agn frá 10 sept.

Veiðisvæðið er um 5 km langt en flestir eru að veiða efsta partinn.  Nauðsynlegt er að vera á góðum jeppa til að veiða neðsta partinn. 

Vinsælar flugur

Bismo, Sunray, Þýsk snælda, Francis og fleira.  Túbur virka mjög vel í Hólsá

Hentug veiðitæki

11-14 feta Tvíhenda, flotlína með sökktaum. 

Gisting

Veiðihúsið við Borg fylgir seldum veiðileyfum á tímabilinu 8. júlí – 24 sept og eru 4 tveggja manna herbergi í veiðihúsinu. Veiðimenn mega koma í veiðihús 1 klst fyrir fyrir settan veiðitíma og skila af sér veiðihúsinu kl. 13:00. Uppábúið og þrif er skylt að kaupa með veiðileyfunum, frá 8/7 – 24/9 en eftir það er hægt að kaupa veiðihúsið sér og biðjum við ykkur um að hafa samband við okkur ef þið óskið eftir húsinu.

Frekari upplýsingar 4662680

Staðsetning

Veiðihúsið á Borg: 63.750055, -20.549068

Fjöldi stanga

4 stangir.

Leyfilegt agn

20 júní - 10 sept fh fluguveiði
10 sept Eh - 20 okt Fluga, maðkur, spúnn.

Kvóti

kvóti er 10 smálaxar á dag eða 5 smálaxar pr vakt pr stöng. Öllum hrygnum stærri en 68 cm skal setja í þar til gerðar kistur og gera veiðiverði viðvart. Ef ekki er mögulegt að setja fiskinn í kistu er skylt að sleppa fisknum í ána aftur.

Veiðitímabil

20 Júní - 20 okt

Daglegur veiðitími

30/6 - 20/8, 07:00-13:00 og 16:00-21:00
21/8 - 20/9, 07:00-13:00 og 15:00-21:00
21/9 - 20/10, 08.00-20.00

Veiðivarsla

Ari 8425559

Skráning afla

Veiðibók er í þjónustuhúsi veiðifélagsins.