Borgarsvæðið á Vesturbakka Hólsá

Vesturbakki Hólsár - Borg

Almennar upplýsingar

Vesturbakki Hólsár er 4 stanga laxveiðisvæði sem tekur við af Ytri Rangá.

Flestir þekkja borgarsvæðið á Vesturbakka Hólsá enda er það eitt af betri 4 stanga veiðisvæðum landsins með rosalega meðalveiði enda ganga árlega tugir þúsunda laxa í gegnum svæðið á leið sinni í Rangárnar. Ágætis 4 herbergja veiðihús fylgir seldum veiðileyfum og komast allt að 8 manns í gisti aðstöðuna.

Seldar eru eru 4 stangir saman ýmist frá morgni til kvölds eða í 2 daga hollum.  Þetta er veiðisvæði alveg kjörið fyrir vinahópa og fjölskyldur sem vilja vera prívat í góðri laxveiði. 

Veiðisvæðið nær frá veiðimörkum neðan Djópósnefs og að veiðimörkum fyrir neðan veiðihúsið á Borg.

Vinsælar flugur

Bismo, Sunray, Þýsk snælda, Francis og fleira.  Túbur virka mjög vel í Hólsá

Hentug veiðitæki

11-14 feta Tvíhenda, flotlína með sökktaum. 

Gisting

Veiðihúsið við Borg fylgir seldum veiðileyfum og eru 4 tveggja manna herbergi í veiðihúsinu. Veiðimenn verða að koma með rúmföt með sér sjálfir og þrífa vel og vandlega eftir veiði. Veiðimenn mega koma í veiðihús klst fyrir fyrir settan veiðitíma og skila af sér veiðihúsinu hreinu og fínu klst eftir settan veiðitíma.

Hægt er að kaupa uppábúið og þrif frekari upplýsingar 4662680

Staðsetning

Veiðihúsið á Borg: 63.750055, -20.549068

Fjöldi stanga

4 stangir.

Leyfilegt agn

20 júní - 2 sept fh fluguveiði
2 sept Eh - 20 okt Fluga, maðkur, spúnn

Kvóti

Öllum hrygnum stærri en 70 cm skal setja í þar til gerðar kistur og gera veiðiverði viðvart.

Veiðitímabil

20 Júní - 20 okt

Daglegur veiðitími

20 júní - 20 sept. 07:00-13:00 og 15:00-21:00. 21 sept -20 okt. 08.00-20.00

Veiðivarsla

Ari 8425559

Skráning afla

Veiðibók er í þjónustuhúsi veiðifélagsins.

Veiðikort