Þjórsártún

Þjórsártún í Þjórsá

Almennar upplýsingar 

Þjórsártún er Austurbakki Þjórsár til móts við jörðina Urriðafoss og Þjótanda. Stangveiðin á Þjórsártúni er tilraunaverkefni sem skilar okkur betri upplýsingum með hverju árinu.   Við erum enn á frumstigi stangveiðarinnar og veitt er á stöng þá daga vikunar sem netin eru ekki í ánni eða hvíldardaga netabænda.

Veiðisvæði Þjórsártúns er um 3 km langt og mjög glæsilegt ásýndar. Árlega hafa veiðst þúsundir laxa í Þjórsá í gegnum tíðinna svo það er allveg tilraunarinnar virði að prófa stöngina, verðinu verður stillt í hóf og við vonum að sem flestir komi og reyni veiðina á þjórsártúni.

Bóka veiðileyfi

Það eru engin dagbókaratriði ennþá.

Leiðarlýsing og veiðisvæði

Veiðisvæðið nær frá Fossbrún á urriðafossi og nær upp fyrir Heiðarenda og alls um 3 km.  Athugið að öll veiði í Þjórsártúni er á Austurbakka Þjórsár. 

ATH að Urriðafoss Austan megin er netaveiðisvæði og stangveiði ekki heimil. Enda engir veiðistaðir sem hafa gefið á því svæði þrátt fyrir mikla ástundun.

Alls eru 4 stangir seldar fyrir landi Þjórsártúns og skiptist veiðisvæðið í tvennt efri hluta og neðri hluta, lagt er upp með 3 klst skiptingum og eru 2 stangir á hvoru svæði.  Veiðimenn bera ábyrgð á svæðaskiptingum en við leggjum til að fólk hittist á þjóðvegi 1 við afleggjarann niður að Urriðafossi að morgni kl. 06:45.  
 
Efri svæði 2 stangir
Nær frá efsta odda Heiðartanga og nær niður að kláf. 
 
Neðra svæði 2 stangir
Byrjar við brúarpolla ca 200 metrum fyrir ofan nýju brú og nær að Fossbrún.  Aldrei má veiða með meira en 2 stöngum á hvoru svæði hverju sinni.

Vinsælar flugur

Bismo, Sunray, Þýsk snælda, Francis og fleira. 

Hentug veiðitæki

Tvíhenda með sökktaum. Maðkveiði

Besti veiðistaður

Kláfabreiða

Gisting

Gisting fylgir ekki.

Staðsetning

Veiðibók gatnamót Þjóðvegar og Urriðafossvegar.

Fjöldi stanga

4 stangir

Leyfilegt agn

Fluga, maðkur og spúnn.

Kvóti

5 laxar á stöng á dag.

Veiðitímabil

1. júní -

Daglegur veiðitími

07:00 - 13:00 og 16:00 - 22:00 eftir 11. ágúst, 15:00 - 21:00

Veiðivarsla

Karl Ölvirsson, s:893 5380

Skráning afla

Veiðibók er í kassa við þjóðveg 1, þar sem keyrt er niður að Urriðafossi. Vinsamlegast skráið allan afla.