Ytri Rangá Urriðasvæði
Ytri Rangá Urriðasvæði
Almennar upplýsingar
Silungasvæðið í Ytri Rangá ofan Árbægjarfoss.
Silungasvæðið í Ytri Rangá er um 30 km langt og nær ýmist frá Heklurótum niður af Grjótneshyl við bæinn Geldingalæk eða frá Heklurótum niður að Árbæjarfossi eftir tímabilum. Ytri Rangá er fræg fyrir væna og stóra Urriða og býr yfir fjölbreyttum og fallegum veiðistöðum. Töluverð laxavon er á svæðinu þegar liðið er á tímabilið. Ytri Rangá rennur um grösugt land með djúpum bökkum, beygjum og hyljum, þar sem silungur og lax getur falið sig á víð og dreifð.
Helstu veiðistaðir eru Grjótneshylur, Heiðarvað, Ármótahylur, Beygurnar við Kaldbak ofl.
ATH! það geta verið hrossastóð víða um ánna og er það á ábyrgð veiðimanna hvar þeir leggja bílum sínum. Mælum með að veiðimenn hafi með sér ferða staura og hvítan borða til fæla hrossin frá bílnum. Veiðifélag Ytri Rangár bætir ekki skemdir á bílum eftir hross eða annan búfénað.
Silungstímabilið hefst 1. Apríl og líkur 10 okt.
veiðisvæði 1 Apríl- 14 Júlí Heklurætur – Árbæjarfoss
Veiðisvæði 15 júlí – 10 okt Heklurætur – Grjótneshylur(Geldingalækur)
Bóka veiðileyfi
Leiðarlýsing og veiðisvæði
Hægt er að komast að ánni bæði vestan og austan megin. Ef farið er vestan megin, beygja veiðimenn upp hjá Árbæjarvegi áður en komið er að bæjarfélaginu Hellu. Ef farið er austan megin, þarf að aka í gegnum Hellu og síðan beygja upp Rangárvallarveg.
Við notkun veiðikorts: Ef tökustaðir eru merktir vinstra megin á kortinu, er best að ganga að veiðistaðnum vestan megin. Ef tökustaðir eru skráðir hægra megin, er best að nálgast þá austan megin. Margir merktir tökustaðir geta innihaldið fleiri en einn tökustað, því er mikilvægt að lesa vatnið vel til að ná sem bestum árangri.
Vinsælar flugur
Púpur: Duracell, Þingvalla Peacock, Frenchie, Pheasant Tail og Rubber legs púpur
Straumflugur: Black Ghost, Dentist, Game-changer, Sex-Dungeon og aðrar risa straumflugur
Hentug veiðitæki
Við mælum með einhendum með línu stærð 5 – 8. Ýmist með flotlínu, sökklínu eða hálfsökkvandilínu og sökktaumar.
Gisting
Engin gisting fylgir veiðileyfum. Hægt er að bóka gistingu í veiðihúsi Ytri-Rangá ef pláss leyfir.
Staðsetning
63.890085, -20.265042
Fjöldi stanga
8 stangir, seldar stakar frá morgni til kvölds
Leyfilegt agn
engöngu Fluguveiði.
Kvóti
Öllum Urriða sleppt
Veiðitímabil
1 Apríl - 10 okt. Veiðisvæðið nær frá
Heklurótum - Árbægjarfoss 1 Apríl - 14 júlí. Heklurótum - Grjótneshyl 15 júlí - 10 okt
Daglegur veiðitími
07:00 - 13:00 og 16:00 - 22:00
Veiðivarsla
Ari 8425559
Skráning afla
Vinsamlegast sendið veiðitölur á [email protected] eða hringið í síma 8425559
