Deildará
Deildará á Sléttu
Almennar upplýsingar
Deildará lætur lítið yfir sér þar sem ekið er yfir hana skömmu áður en komið er inn á Raufarhöfn. Veiðimenn þurfa þó ekki að fara langt upp með ánni til að átta sig á að þarna er ekki allt sem sýnist.
Deildará hefur upp á margt að bjóða. Þar er að finna fjölbreytta veiðistaði, einstaka náttúrufegurð, friðsæld, fjölskrúðugt fuglalíf og það sem er líklega mikilvægast að áin er gjöful. Hátt hlutfall stórlaxa í Þistilfjarðaránum er heldur ekkert að gera veiðina minna spennandi.
ATH að veiðimenn þurfa að greiða 35.000 kr á staðnum fyrir uppábíð og þrif en það gjald er fyrir hollið
Bóka veiðileyfi
Það eru engin dagbókaratriði ennþá.
Leiðarlýsing og veiðisvæði
Áin fellur úr Deildarvatni og er um 7 km löng. Henni er skipt upp í þrjú svæði og leyfð veiði með einni stöng á hverju svæði. Aðgengi að veiðistöðum er með besta móti. Engir háir bakkar eða gljúfur sem trufla köstin. Hægt er að keyra að bestu veiðistöðunum og frá þeim er tiltölulega auðveld ganga að næstu hyljum.
Ánni er skipt í þrjú svæði og er slóði að hverju svæði. Hvert svæði er um 2.5 km langt og góðir veiðistatðir á þeim öllum. Mælt er með því að skilja bílinn eftir við efsta stað og veiða sig niður hvert svæði. Auðveld ganga er meðfram ánni. Ef menn treysta veiðifélögunum fyrir bílunum sínum getur verið snjðugt að þeir sem eiga efsta svæðið fái far upp á efsta veiðistað og veiði sig niður svæðið. Þar bíður bíll sem skilinn var eftir af þeim sem áttu miðsvæðið. Þeir sem eiga miðsvæðið geta þá veitt sig niður sitt svæði og tekið bíl þeirra sem áttu neðsta svæðið. Þeir sem eiga neðsta svæðið byrja á sínum efsta veiðistað og veiða sig svo alla leið niður í veiðihús.
Líklega er engin laxveiðiá hérlendis sem íslenskir veiðimenn þekkja minna til. Þetta á sér eðlilegar skýringar því veiðileyfi hafa verið ófáanleg í næstum þar sem áin var í einkaleigu til Svisslendings í næstum 30 ár.
Vinsælar flugur
Hentug veiðitæki
9-10 feta einhendur með flotlínu 7-8.
Gisting
Glænýtt 3 herbergja veiðihús fylgir og með öllum helstu þægindum
Staðsetning
Deildará veiðihús, 66.440156, -15.948732
Fjöldi stanga
3 stangir.
Leyfilegt agn
Eingöngu fluguveiði og öllum stórlaxi sleppt.
Kvóti
2 smálaxar, undir 70 cm á dag.
Veiðitímabil
Vor: 1. apríl - 15. maí. Sumar/haust: 10. júlí - 10. okt
Daglegur veiðitími
7:00-13:00 og 16:00-22:00 Frá 20. ágúst 07:00-13:00 og 15:00-21:00
Veiðivarsla
x
Skráning afla
Veiðibók er í veiðihúsinu. Vinsamlegast skráið allan afla. Einnig er hægt að senda veiðitölur á [email protected]