ION svæðið samanstendur af tveimur veiðisvæðum í Þingvallavatni. Ölfusvatnsárós og Þorsteinsvík. Veitt er á tvær stangir á hvoru svæði. Hér veiðast stærstu urriðar landsins og jafnvel veraldar.
Fjarlægð frá Reykjavík að ION hóteli þar sem veiðifólk hittist að morgni er 45 km.
Leirá er best á vorin og haustin og hefur sjóbirtingsveiðin á vorin verið afar eftirsótt. Tímabilið er frá 1. apríl – 15. maí og seljast báðar stangir saman með litlu veiðihúsi. Veitt er frá morgni til kvölds en fólk má koma í hús kvöldið áður.
Leirá er í 53 km fjarlægð frá Reykjavík.
Brúará í landi Sels er 4 stanga silungsveiðisvæði á Suðurlandi. Á vorin veiðist meira af urriða en sumrin eru besti tíminn fyrir bleikjuna og ágætis laxavon þegar líða tekur á sumar.
Veiðisvæðið er um 5 km langt og í um 88 km fjarlægð frá Reykjavík
Hólaá er um 7 km löng og rennur úr Laugavatni í Apavatn. Á vorin veiðist meira af urriða en besti tími fyrir bleikju er á sumrin. Austurey 1 er um 5-6 km langt veiðisvæði, syðri bakki Hólaár.
Hólaá, Austurey er um 84 km frá Reykjavík.
Hólaá er um 7 km löng og rennur úr Laugavatni í Apavatn. Á vorin veiðist meira af urriða en besti tími fyrir bleikju er á sumrin. Laugardalshólar er um 5-6 km langt svæði, Nyrðri bakki Hólaár.
Hólaá, Laugardalshólar er í um 85 km fjarlægð frá Reykjavík.
Vatnasvæði Lýsu er dásamlegt 6 stanga vatnasvæði á Sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar veiðast allar ferskvatnstegundir landsins.
Vatnasvæðið er í um 166 km fjarlægð frá Reykjavík.
Silungasvæði Fossár nær frá Háfossi og niður að Hjálparfossi, alls um 10 km veiðisvæði. Það eru engöngu 2 stangir á öllu veiðisvæðinu svo það er sko nóg af vatni til að veiða í stórbrotnu umhverfi.
Fossá er ca 110 km fjarlægð frá Reykjavík
Svörtuklettar eru í landi Heiðarbæjar 2 við þingvallavatn og er eitt af öflugustu veiðisvæðum Þingvallavatns,
Alls eru 4 stangir á svæðinu og fylgir aðgengi að kaffiskúr með seldum leyfum,
Svörtuklettar eru ca 37 km fjarlægð frá Reykjavik.
Grímstunguheiði samanstendur af efri hluta Vatnsdalsár, kvíslum sem renna í hana ásamt fjölda vatna. Samanlagt bakkasvæði er um 200 km svo þetta er ansi víðfeðmt og fjölbreytt svæði. Veitt er að hámarki á 10 stangir og eru þær allar seldar saman. Fjallakofi fylgir.
Grímstunguheiði er í um 260 km frá Reykjavík.