Silungsveiði

ION, Iceland Outfitters (23 of 29)

ION svæðið samanstendur af tveimur veiðisvæðum í Þingvallavatni.  Ölfusvatnsárós og Þorsteinsvík.  Veitt er á tvær stangir á hvoru svæði. Hér veiðast stærstu urriðar landsins og jafnvel veraldar.  

Fjarlægð frá Reykjavík að ION hóteli þar sem veiðifólk hittist að morgni er 45 km.

Hjónin Harpa Hlín Þórðardóttir og Stefán Sigurðsson við veiðar á sjóbirtingi í Leirá.

Leirá er best á vorin og haustin og hefur sjóbirtingsveiðin á vorin verið afar eftirsótt.  Tímabilið er frá 1. apríl – 15. maí og seljast báðar stangir saman með litlu veiðihúsi. Veitt er frá morgni til kvölds en fólk má koma í hús kvöldið áður. 

Leirá er í 53 km fjarlægð frá Reykjavík. 

Brúará, Iceland Outfitters (10 of 11)

Brúará í landi Sels er 4 stanga silungsveiðisvæði á Suðurlandi.  Á vorin veiðist meira af urriða en sumrin eru besti tíminn fyrir bleikjuna og ágætis laxavon þegar líða tekur á sumar.  

Veiðisvæðið er um 5 km langt og í um 88 km fjarlægð frá Reykjavík

Hólaá, Iceland Outfitters (15 of 15)

Hólaá er um 7 km löng og rennur úr Laugavatni í Apavatn.  Á vorin veiðist meira af urriða en besti tími fyrir bleikju er á sumrin. Austurey 1 er um 5-6 km langt veiðisvæði, syðri bakki Hólaár. 

Hólaá, Austurey er um 84 km frá Reykjavík.

Hólaá, Iceland Outfitters (9 of 15)

Hólaá er um 7 km löng og rennur úr Laugavatni í Apavatn.  Á vorin veiðist meira af urriða en besti tími fyrir bleikju er á sumrin. Laugardalshólar er um 5-6 km langt svæði, Nyrðri bakki Hólaár. 

Hólaá, Laugardalshólar er í um 85 km fjarlægð frá Reykjavík.  

Vatnasvæði Lýsu, Iceland Outfitters (8 of 11)

Vatnasvæði Lýsu er dásamlegt 6 stanga vatnasvæði á Sunnanverðu Snæfellsnesi.  Þar veiðast allar ferskvatnstegundir landsins.  

Vatnasvæðið er í um 166 km fjarlægð frá Reykjavík.  

ytri urriði2

Silungasvæði Ytri Rangár  nær frá Heklurótum og ýmist niður að Grjótneshyl eða Árbægjarfossi eftir tímabilum , alls um 20-30 km veiðisvæði. Það eru engöngu 8 stangir á öllu veiðisvæðinu svo það er sko nóg af vatni til að veiða í stórbrotnu umhverfi.

Ytri Ranga er ca 110 km fjarlægð frá Reykjavík

Ytri Ranga, Iceland Outfitters (55)

Vorveiði á sjóbirting við Ægisíðufoss er frábær skemmtun. það eru 4 stangir á svæðinu og fylgir fínasti sumarbústaður með seldum veiðileyfum sem tekur allt að 8 manns í gistingu. Veiðisvæðið spannar frá Ægisíðufossi niður í ósa vesturbakka Hólsá

Svörtuklettar eru ca 37 km fjarlægð frá Reykjavik.

Grimstunguheiði, silungur 1

Grímstunguheiði samanstendur af efri hluta Vatnsdalsár, kvíslum sem renna í hana ásamt fjölda vatna. Samanlagt bakkasvæði er um 200 km svo þetta er ansi víðfeðmt og fjölbreytt svæði. Veitt er að hámarki á 10 stangir og eru þær allar seldar saman.  Fjallakofi fylgir.
Grímstunguheiði er í um 260 km frá Reykjavík.