Grímstunguheiði
Grímstunguheiði, N-vesturland
Almennar upplýsingar
Á Grímstunguheiði má finna afar fjölbreytta og skemmtilega veiðimöguleika. Samanlögð bakkalengd ársvæða á heiðinni er rúmlega 200km. Efri hluti Vatnsdalsár er vatnsmestur og þar veiðast gjarnan stærstu fiskarnir. Veiða má Vatnsdalsá ofan fossaraðarinnar Rjúkanda, Kerafoss og Skínanda. Í kvíslunum sem mynda Vatnsdalsá má einnig gera góða veiði og hefur Strangakvísl oft gefið vel. Einnig er fiskur í Þjófakvísl, Miðkvísl og Kolkukvísl. Refkelsvatn, Galtavatn og Þórarinsvatn gefa oft góða veiði. Fiskurinn er í vötnunum er vænn, meðalþyngd 2.5-3 pund. Fjöldi annarra vatna er á heiðinni og fiskur í þeim flestum.
Leyfð er veiði með 10 stöngum á heiðinni og allar stangir seldar saman. Gistipláss er fyrir allt að 12 manns (kojur) í skálanum.
Hér er kort af svæðinu, ath! rauði slóðinn aðeins fær alvöru fjallabílum. https://goo.gl/maps/SbDTmvYTvY5ZQk8U8
Það eru alltaf fiskar í Þjófakvísl sem rennur næst skálanum. Yfirleitt ekki margir en hægt að setja í þá ef farið er varlega að henni. Finnur þá í beygjunum beint niður af skála. Svo eru stundum fiskar í beygjum nokkur hundruð metrum ofar líka.
Yfirleitt er alltaf nokkuð af fiski í ármótum Þjófakvíslar og Ströngukvíslar.
Það er nokkur fjöldi af sprænum og lækjum þarna sem hægt er að kasta í til viðbótar. Til að mynda Bríkarkvísl, Kolkukvísl og Miðkvísl sem og Vatnsdalsánna (ofan fossa) eftir að þessar ár koma saman á ólaxgenga svæðinu uppi á heiði. Ágætt að skoða staðhætti á map.is.
Refkelsvatn er yfirleitt gjöfulasta vatnið. Einnig er hægt að fá flotta fiska í Galtarvatni, Svínavatni og Þórarinsvatni. Oft er fiskar alveg neðst í læknum milli Svínavatns og Þórarinsvatns þar sem lækurinn rennur út í Svínavatn. Til viðbótar við þetta eru síðan helling af vötnum og sprænum á Haukagilsheiði.
Bóka veiðileyfi
Það eru engin dagbókaratriði ennþá.
Leiðarlýsing og veiðisvæði
Veiðihús
Veiðileyfum fylgir gisting í Öldumóðuskála nóttina fyrir veiði. Þar er um að ræða fjallaskála. Skálinn er hitaður með gasi. Þar eru gashellur og rennandi vatn í eldhúsi og vatnssalerni. 6 kojur eru í skálanum og fylgir eitt rúm hverju seldu leyfi.
Veiðimenn koma sjálfir með salernispappír, tuskur til þrifa, uppþvottalög, svefnpoka og annað.
Í skálanum má finna potta, pönnur, bolla, glös, hnífapör, diska og skálar. Kolagrill er á staðnum og þurfa menn að mæta sjálfir með kol ef stendur til að nota það.
Lítil rafstöð er við húsið sem hægt er að nota til að knýja rafmagnsofna í húsinu og hlaða lítil raftæki. Rafstöðin er bensínknúin og þurfa veiðimenn að mæta sjálfir með bensín á brúsa ef stendur til að nota rafstöðina.
Vinsamlega gangið vel um skálann og látið veiðivörð vita ef gas er að klárast.
Ganga skal vel frá, þrífa skála og taka með allt rusl að dvöl lokinni.
Vinsælar flugur
Snemma á tímabilinu hafa litlar straumflugur verið góðar fyrir urriðan t.d. Black Ghost, Frogg Nobbler, Dýrbítur, Flæðamús o.fl. og fyrir bleikjuna kúluhausar í stærðum 10-12 og hefur t.d. Alma Rún verið mjög gjöful, Pecook o.fl.. Þegar líður aðeins á vorið hafa litlar kúlupúpur í náttúrulegum litum verið mjög sterkar, svartar, brúnar og rauðar.
Hentug veiðitæki
Einhendur fyrir línuþyngdir #5-7. Mest hefur veiðst á flugu á síðastliðnum árum og er mjög gaman að nota þurrflugu þegar aðstæður leyfa.
Upplýsingar
Staðsetning
Veiðihús: Vegalengd frá Reykjavík að Öldumóðuskála er u.þ.b. 260km
Fjöldi stanga
10 stangir seldar saman og fylgir fjallakofi með svefnplássi fyrir allt að 12 manns.
Leyfilegt agn
Fluga, maður og spúnn
Kvóti
Í ánum má aðeins veiða með flugu og þar skal öllum fiski sleppt. Í vötnum má veiða með flugu og spún, þar má taka 3 fiska á dag undir 50 cm.
Veiðitímabil
1. júní - 24. september
Daglegur veiðitími
7:00-23:00
Veiðivarsla
Freyr Heiðar s: 6669555
Skráning afla
Veiðibók er í veiðihúsinu