Veiðihús Ytri Rangár
West Rangá Lodge
Veiðihús Ytri Rangár er eitt glæsilegasta veiðihús landsins. Húsið var fyrst tekið í notkun um árið 1990, þá hét bærinn Rangá og hefur síðan gengist undir endurbætur og viðbyggingar til að mæta vaxandi kröfum veiðimanna og annarra gesta. Árið 2022 tók Iceland Outfitters við rekstri hússins og var það endurnýjað að innan með fallegri blöndu af nútímalegri hönnun og klassískum íslenskum stíl sem fangar hinn sérstaka veiðihúsaanda staðarins.
Húsið stendur á bökkum Ytri Rangár, með stórbrotnu útsýni yfir veiðistaðinn Rangárflúðir, einn af aflahæstu og þekktustu veiðistöðum landsins.
Gisting og bókanir
Hægt er að bóka tveggjamanna herbergi með morgunverði frá 22. september til 20. október hér að neðan. Þetta er tilvalinn kostur fyrir þá sem eru með bókaðan stakan veiðidag í Ytri Rangá eða á nærliggjandi veiðisvæðum.
Frá 20. október til 15. júní er húsið leigt út í heild fyrir hópa, með þjónustu eftir þörfum. Veiðihúsið er fullkomið fyrir þá sem vilja njóta samveru í fallegu umhverfi. Hvort sem er fyrir veisluhöld, jólahlaðborð, brúðkaup, stórafmæli, starfsmannaferðir eða vinahelgar.
Húsið býður upp á notalegt andrúmsloft, rúmgóð sameiginleg rými og allt sem þarf til að gera dvölina eftirminnilega. Fyrir upplýsingar um verð og lausa daga fyrir hópa má senda póst á [email protected]
Það eru engin dagbókaratriði ennþá.
Veiðihúsið
Veiðihús Ytri Rangár er um 1.200 fermetrar að stærð og býður upp á 22 herbergi, hvert með sérbaði og sturtu. Í húsinu er rúmgóður matsalur, notaleg setustofa og fullbúinn bar þar sem gestir geta notið kvöldsins eftir dag við ánna. Gestum stendur einnig til boða heitur pottur og gufa.
Húsið tekur allt að 46 gesti í gistingu og matsalurinn rúmar allt að 56 manns, sem gerir það tilvalið fyrir miðlungs til stóra hópa sem vilja njóta samveru í fallegu og afslöppuðu umhverfi.
Leiðarlýsing
Ef ekið er frá Selfossi í átt að Hellu er beygt til hægri niður afleggjarann að Þykkvabæ, rétt áður en farið er yfir Hellubrúnna. Keyrið um 1,3 km þar til veiðihúsið blasir við á vinstri hönd. Á lóðinni er blátt, meðalstórt skilti sem á stendur West Rangá Lodge, með laxamerki ofan á.
Staðsetning
Suðurland, 85 km frá Reykjavík, 2 mín frá Hellu 63.831123010781965, -20.422544280779135
Opnunartími
Veiðihús Ytri Rangár er opið frá 1. maí til 20. október Frá 19. júní - 20. september er seld gisting og matur með veiðileyfum. Fyrir og eftir er hægt að bóka gistingu með morgunverði
Hafa samband
[email protected] S. 466 2680
