Vorveiðin hefst 1 Apríl

Nú er bara rúmur mánuður í að veislan byrji og við hjá IOveidileyfi.is erum að verða viðþolslaus af veiðispenningi. Hér fyrir neðan er upptalning á þeim veiðisvæðum sem við bjóðum uppá í vorveiðinni.
 
Leirá í Leirársveit opnar 1 Apríl og er Apríl uppseldur, við eigum enn lausa daga í byrjun Maí.
 
Hólaá Austurey opnar 1 Apríl, frábær kostur, stutt frá rvk og kostar engöngu 5000 kr leyfið.
 
Hólaá Laugardalshólar opnar 1 Apríl, frábær kostur, stutt frá rvk og kostar engöngu 5000 kr leyfið.
 
Brúará Sel opnar 1 Apríl, frábær kostur stutt frá Rvk og kostar engöngu 4000 kr leyfið.
 
Þingvallavatn- Svörtuklettar opnar þann 20 Apríl og er einn af bestu kostum á Stórurriða í Þingvallavatni, Aðein 4 stangir og kaffiaðstaða til að hlýja sér og hella uppá kaffi. Það eru enn lausir toppdagar.
 
Þingvallavatn- Ion svæðið opnar 15 Apríl og er uppsellt fram í enda júní, en við laumum á nokkrum skemmtilegum dögum á þeim tíma.
 
Nú má veiðitímabilið fara að byrja!
hægt er að bóka beint á www.ioveidileyfi.is eða hringja í síma 8552681

Fleiri fréttir

Hólsá Borg 2023

Hólsá Borg Borgin er sama sem uppseld á besta tíma enda eitt af bestu laxveiðisvæðum landsinns í sínum flokki með svakalega meðalveiði. það voru að

Read More »