Skjálfandafljót 2019

Við erum byrjuð að raða niður í Skjálfandafljót fyrir næsta sumar og hluti veiðileyfana komið inná veidileyfi.com

Skjálfandafljót endaði með rúmlega 300 laxa sem er svona í lakari kantinum en merkilega gott miðað við þá niðursveiflu sem var á norðaustur landi sl sumar. Flestir fóru heim með fínan afla og sáttir með sinn hlut. Meðalveiði sl hefur verið í kringum 600 laxa á 6-7 stangir sem er frekar gott á íslenskan mælikvarða. Verð veiðileyfa í Skjálfandafljóti eru mjög sanngjörn og erfitt að finna veiðileyfi með jafn mikilli veiðivon á svona flottum verðum.

hægt er að sjá hvað er laust inná veidileyfi.com og með að senda okkur línu á stefan@icelandoutfitters.com

Fleiri fréttir