Straumarnir í Borgarfirði

Straumarnir eru sennilega eitt af vinsælli 2 stanga veiðisvæðum á íslandi, fræbær meðalveiði, geggjað veiðihús sem er allveg sérhannað fyrir minni hópa og fjölskyldur. 

Straumarnir eða nánara ármót Norðurár og Hvítár er eitt af skemmtilegri 2 stanga veiðisvæðum sem eru í boði fyrir fjölskyldur og minni hópa hér á landi. Nánast allur hluti veiðisvæðisinns er í Kallfæri við veiðihúsið svo ekki þarf Ökutæki á veiðistað. Frábær meðalveiði og frábær aðstaða en veiðihúsin eru tvö sem samanstanda af 4 svefnherbergjum, eldhúsi, setustofu og frábæri grillaðstöðu. Það er gríðalega mikil Laxgengd í gegnum Straumana á hverju sumri en nánat allur Lax sem gengur upp í Norðurá, Þverá/Kjarrá, Flókadalsá, Reykjadalsá, Gljúfurá eiga leið í gegnum Strauma svo það getur verið mjög líflegt þegar göngurnar fara í gegn, Þegar líður á sumar veiðist einnig töluvert af sjóbirtingi á svæðinu.

Fleiri fréttir