Þjórsártún í Þjórsá

Við hófum tilraunaveiðar í Þjórsártúni í Þjórsá sem er í raun Urriðafoss að austanverðu og uppúr. Tilraunirnar gengu bæði vel og illa hjá öðrum, Menn voru að setja í laxa neðan urriðafoss til að byrja með snemmsumars og svo þegar fór að líða á tímabilið voru menn að gera mjög góða veiði á milli brúa, Það var eins og laxinn færi í gegn og svo sakkaði hann niður á milli brúa þegar leið á. Veiðisvæðið í Þjórsártúni er gríðalega stórt og stórir veiðistaðir. það er ekki komin nægilega mikil veiðireynsla á svæðið en lofar ágætu.

hér eru ódýr veiðileyfi stutt frá rvk í Þjórsá sem geymir einn stærsta laxastofn á íslandi, Það má áætla að tugur þúsunda laxa streymi í gegnum Veiðisvæðið á Þjórsártúni sem ætti að gefa veiðimönnum góða von.

kv IOveidileyfi 

Fleiri fréttir