Urriðafoss 2021

Það hefur gengið mjög vel að selja Urriðafoss eins og undanfarin ár enda er Urriðafoss búin að festa sig í sessi sem eitt af bestu laxveiðisvæðum landsinns á sl árum. Það verða smávægilegar breytingar í ár en frá 16 júlí mun Sandholt fylgja aðalsvæðinu til loka fyrir þann tíma fylgir Sandholt B svæðinu,

 

Sandholt gaf gríðarlega veiði sl sumar og er sérstaklega gott í litlu vatni svo það mun hækka gæðin og ánægju veiðimanna verulega í júlí og Ágúst.

 

Sandholt er veiðistaður sem við fundum seint á árinu 2019 og var síðan einn öflugasti veiðistaðurinn 2020 , Við erum enn að finna nýja veiðistaði og sl sumar duttu staðir inn eins og skerpollur og vaður sem gafu mjög vel, Það verður spennandi að sjá hvernig þeir munu vera í sumar. 

Júní og fyrrihluti Júlí er uppseldur en það eru nokkrir geggjaðir dagar enn lausir þar sem Sandholtið fylgir aðalsvæðinu en það eru dagar eins og eins og

18 júlí,

19 júlí

20 júlí

21 júlí

26 júlí

27 júlí

28 júlí

 

Almennar upplýsingar

Þjórsá geymir einn stærsta villta laxastofn landsins og hefur laxveiði verið stunduð þar lengur en elstu menn muna.

Laxveiðin var að mestu stunduð með netum og stangveiði lítil sem engin þar til sumarið 2017.   Stangveiðin í Urriðafossi er meira ævintýri en nokkurn gat órað fyrir og hefur Urriðafoss trónað á toppnum yfir bestu laxveiðisvæði landsins frá því að stangveiði hófst í fossinum árið 2017.

Urriðafoss 2021 aðalsvæði

24. – 31. maí (umsókn um maíveiði í gangi)

Veitt á 3 stangir og B-svæði fylgir. Eingöngu veitt á flugu og öllu sleppt. Mjög spennandi kostur en það eru mjög fáir veiðimenn á Íslandi sem hafa veitt lax í maí.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendið okkur tölvupóst en viðkomandi pantanir verða afgreiddar ef samþykki fæst frá Veiðifélagi Þjórsár.

1. – 9. júní

Veitt á 4 stangir kvóti 2 fiskar á stöng á dag.  Fluga og maðkur. 

Við biðlum til veiðimanna að sleppa stórlaxi sé þess kostur.

10. júní – 30. september

Veitt á 4 stangir, kvóti 5 laxar á dag. Fluga og maðkur. 

Við biðlum til veiðimanna að sleppa stórlaxi sé þess kostur.

Frá 15. júlí fylgir Sandholt aðalsvæðinu til loka tímabils.

Ath: Sandholt gaf nokkur hundruð laxa bæði í ár og 2019 og mun auka gæðin á aðalsvæðinu mikið þegar líður á sumarið.  Sandholt hefur verið að gefa vel þegar er komið inn í júlí og fram í september.

Aðstöðuhúsið mun áfram fylgja seldum veiðileyfum þar sem veiðifólk getur komist á klósett, hellt uppá kaffi, grillað o.þh. 

Fyrir þá sem vilja koma kvöldinu áður og gista er boðið upp á góða gistingu við bæinn Urriðafoss fyrir frekari upplýsingar um gistingu, hafið samband við:  urridafossapartments@gmail.com 

Hér má sjá myndir og skoða gistinguna sem er í boði: https://www.airbnb.com/rooms/44288675?source_impression_id=p3_1605010188_oapZa%2Bp7I30gQa3n

Fleiri fréttir

Hólsá Borg 2023

Hólsá Borg Borgin er sama sem uppseld á besta tíma enda eitt af bestu laxveiðisvæðum landsinns í sínum flokki með svakalega meðalveiði. það voru að

Read More »

Vorveiðin hefst 1 Apríl

Nú er bara rúmur mánuður í að veislan byrji og við hjá IOveidileyfi.is erum að verða viðþolslaus af veiðispenningi. Hér fyrir neðan er upptalning á

Read More »