Svörtuklettar komnir í sölu á ioveidileyfi.is. Það er okkur sönn ánægja að geta boðið uppá annað stórurriða veiðisvæði í Þingvallavatni í vefsölunni okkar. Svörtu Klettar eru þekktir sem eitt af bestu stórurriðaveiðisvæðum Þingvallavatns. ION fishing hefur tekið á leigu veiðisvæðið Svörtu Kletta og verðum við í samstarfi með veiðileyfasölu á ioveidileyfi.is. Veiðisvæðið er fyrir landi Heiðarbæjar 2, í vesturhluta Þingvallavatns í um 40 mín akstri frá Reykjavík.
Veitt er á 4 stangir og eingöngu á flugu. Það fylgir með kósý nestisaðstaða þar sem er hægt að hlýja sér og hella uppá kaffi.
Við Svörtu Kletta eru einnig gríðarlega góð bleikjumið og margir veiðimenn segja að þetta sé eitt af bestu bleikju svæðunum í öllu Þingvallavatni.
Urriðaveiðin er allsráðandi á vorin en þegar líður á sumarið tekur bleikjuveiðin við í bland við urriðaveiði.
þess má geta að það er byrjað að týnast út töluvert af leyfum á besta tíma
Nú má veiðitímabilið fara að byrja!