
Tvö ný laxasvæði bætast nú við úrvalið á IO Veiðileyfi.is
Ósasvæði Hólsár vesturbakka er eitt besta tveggja stanga laxasvæði á Suðurlandi. Svæðið er staðsett fyrir neðan Borg og hefur ósasvæðið verið gjöfult í gegnum tíðina. Einungis verðu selt á aðal göngutíma frá 1.júlí til 31.ágúst og veiðimönnum er heimilt að nota bæði spún og flugu. Seldar eru 2 stangir saman. Smelltu hér til að kynna þér ósasvæði Hólsár nánar.
Gutlfoss, Ytri Rangá er spenandi kostur þar sem það hefur ávalt áður verið með í róteringu Ytri Rangá en nú fær veiðifólk tækifæri til að kaupa leyfi sér á þessu fornfræga svæði. Svæðið er staðsett ofan Árbæjarfoss, nær það frá Gutlfossbreiðu niður á Mælabreiðu. Boðið er upp á kaupa veiðileyfi frá 1. ágúst til 6. október. Seldar eru 2 stangir saman en leyfilegt er að veiða á 4 stangir. Smelltu hér til að kynna þér Gutlfoss svæðið í Ytri Rangá nánar.
Þessi nýju svæði eru frábær viðbót sem eykur fjölbreytni í laxveiðinni hjá IO Veiðileyfi.is
Einnig er hægt er að hafa samband við Stefán um nánar upplýsingar á [email protected]