Veiðistangir geta brotnað – Hvað gerist ef stöngin mín brotnar?
Brotin stöng:
Ef Salmologic stöngin þín brotnar er ekkert mál að panta varahlut og yfirleitt tekur það ekki nema 2-3 daga að fá nýjan part. Við tökum sendingarkostnaðinn á okkur ef við getum pantað brotinn part með annari sendingu en hægt er að fá part með hraðsendingu og þá borgar viðskiptavinur fyrir sendinguna.
Varahlutirnir í flugustangir eru misdýrir og kosta á bilinu 50-200 evrur.
Ódýrastir eru einhendu toppar en handfang á tvíhendum dýrast. Þetta er líka aðeins misjafn á milli tegunda.
Hvernig panta ég nýjan varahlut?
Sendu okkur tölvupóst með upplýsingum um hvaða partur er brotinn. Stöng sem er samsett úr 6 pörtum er toppurinn er nr. 1 og skaftið nr. 6.
Þær upplýsingar sem við þurfum:
- Nafn eiganda
- Serial númer
- Hvaða partur er brotin ( toppur nr. 1 og talið niður)
Vinsamlegast sendið á [email protected] eða síma 8552681
Við þurfum svo að fá brotna partinn sem við sendum út til framleiðanda en það er nóg að fá hann þegar þið sækið nýja partinn.
2 ára Verksmiðjuábyrgð
Allar nýjar flugustangir og veiðihjól frá Salmologic eru með 2 ára verksmiðjuábyrgð og gildir ef gallar finnast á vörunum innan þess tíma. Ábyrgðin gildir í 2 ár frá þeim degi sem varan er keypt. Ábyrgðin gildir ekki fyrir tjóni þar sem er ekki hægt að gera framleiðanda ábyrgan fyrir óhöppum eins og t.d. þegar bílhurð er skellt á stöng, þegar fólk rekur stangirnar í, fær stórar túbur í toppinn eða stígur á þær.
Ef þú telur vera galla í stöng eða hjóli, vinsamlegast sendu okkur tölvupóst eða hringdu í Stefán í síma 8552681