Laxveiði

Laugardalsá

Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi er ein af skemmtilegri Laxveiðiánum á Vestfjörðum, Aðeins 3 stangir í ánni, skemmtilegt veiðihús og dúndur meðalveiði eða um 400 laxar pr ár. Í Laugardalsá er engöngu veitt með flugu enda hentar áin mjög vel til fluguveiða.

Laugardalsá er sérstaklega skemmtileg fluguveiðiá og hentar best að nota einhendu fyrir línu ca 5-7 eða 14-16gr, smáar flugu, langir taumar strippa og hitch getur virkað gríðalega vel.

 

Tímabilið: 18. júní – 18. sept.
Fjöldi stanga: 2-3. stangir. 2 stangir í upphafi og lok tímabils.
Leyfilegt agn: Fluga
Veiðireglur: Sleppa þarf laxi sem er stærri en 70cm og kvóti er 1 lax á dag pr. stöng.
Veiðihús: Fint veiðihús fylgir með ánni. 3 herbergi og gistirými fyrir 7
Veiði síðastliðin ár: Meðalveiði síðustu ára er nálægt 400 löxum
Veiðisvæðið: 6 km með um 20 merktum hyljum.