Laxveiði

Austurbakki Hólsá ósasvæði

Neðsti hluti Austurbakka Hólsá er vannýttur veiðimöguleiki sem sem hefur oft gefið gríðarlega veiði í gegnum árin. tugur þúsunda Laxa ganga í gegnum svæðið til þess að ganga inn í Rangárnar og hafa menn verið hreinlega uppteknir á efri hlutanum og ekki nýtt neðsta hlutan.

veiðisvæðið nær frá Grímstöðum sem er ca á móts við Borg og nær niður í ósinn, þar eru veiðistaðir eins og Árós, Ósatangi, Melhóll, Fisklækjarhylur, og veiðistaðirnir í kringum Grímstaði.

einungis er veitt með 2 stöngum á svæðinu.

leiðarlýsing, keyrt er niður af veiðihúsi Austurbakka hólsá, bæði er hægt að keyra áfram fram hjá Ártúni og niður með hólsá eða beygja niður veg 252 niður af afleggjara 257 af grímstöðum og keyra áfram að hólsá,

vegurinn er ekki fær öllum fólksbílum. við mælum með að fólk notist á við Jeppa eða jepplinga.

Hólsá rennur á söndum og breytir sér frá degi til dags og geta myndast rennur hingað og þangað sem laxinn getur leitað í svo það er um að gera að vera duglegur að leita.

 

veiðitími er 7.00-13.00 og 16-22.