Svörtuklettar, Þingvallavatn

Svörtuklettar í landi Heiðarbæjar 2

Almennar upplýsingar

Svörtuklettar eru í landi Heiðarbæjar 2 í norðvesturhluta Þingvallavatns og er eitt af öflugri veiðisvæðum vatnsins, bæði fyrir stórurriða og bleikju.  Áin Móakotsá rennur út í vatnið við Svörtukletta og leitar urriðinn reglulega í ósinn og þá sértaklega í vatnavöxtum og rigningu.

 

Bóka veiðileyfi

Það eru engin dagbókaratriði ennþá.

Svörtuklettar eru þekktir fyrir góða á vorin. Urriðinn kemur upp að landinu, oft  í torfum og það geta verið algjört ævintýri þegar veiðimenn hitta á réttu aðstæðurnar.  Út af Svörtuklettum er hraunhella sem nær alveg að djúpri gjá  og  þar gengur urriðinn meðfram kantinum.  Í víkinni sjálfri eða frá veiðikofanum að Svörtuklettum er sand og malarbotn og hægt er að vaða um hana alla í leit að fiski en urriðinn og bleikjan eru bæði gjörn á að leita inná grynningarnar  þegar líður að ljósaskiptum.

Við Svörtukletta eru einnig gríðarlega góð bleikjumið og margir veiðimenn segja að þetta sé eitt af bestu bleikju svæðunum í Þingvallavatni. 
Urriðaveiðin er allsráðandi á vorin en þegar líður á sumarið tekur bleikjuveiðin við í bland við urriðaveiði.
 

Veitt er á fjórar stangir á svæðinu og aðeins er veitt á flugu.  Öllum urriða skal sleppt. 

Kaffiaðstaða er í bátaskýlinu við bílastæðið en þar getur veiðifólk hellt uppá kaffi og hlýjað sér. Salernisaðstaða er ekki á svæðinu.

Menn eru beðnir að ganga vel um svæðið og hirða allt rusl.

Vinsamlegast prentið út veiðileyfið og skiljið eftir á mælaborði í bílnum svo veiðivörður geti fylgst með.

Leiðarlýsing og veiðisvæði

Veiðisvæðið við Svörtukletta byrjar rétt fyrir neðan bátaskýlið þaðan sem Móakotsáin rennur í vatnið og nær út fyrir Svörtukletta.

Til þess að komast að veiðisvæðinu er ekið yfir Mosfellsheiði og afleggjari nr. 360 í áttina að Nesjavöllum, ekið  er um 1 km og beygt svo niður afleggjara að vatninu rétt áður en komið er að Heiðarbæ, afleggjari ekinn til enda en hann endar við bátaskýlið við Svörtukletta.

Vinsælar flugur

Snemma á tímabilinu hafa straumflugur verið góðar fyrir urriðann t.d. Black Ghost, Nobbler, Dýrbítur, Flæðarmús o.fl

Fyrir bleikjuna, kúluhausar í stærðum 10-12 og hefur t.d. Alma Rún, Peacook o.fl. reynst vel. Þegar líður á sumarið hafa litlar kúlupúpur í náttúrulegum litum verið mjög sterkar, svartar, brúnar og rauðar.

Hentug veiðitæki

Einhendur fyrir línu #6-8  flotlínur eða hægsökkvandi.

Upplýsingar

Staðsetning

Um 37 km frá Reykjavik. Fólksbílafært.

Fjöldi stanga

4 stangir

Leyfilegt agn

Fluga,

Kvóti

Skylduslepping á öllum urriða,. Biðlað er til veiðifólks að veiða hóflega og sleppa öllum bleikjum yfir 50 cm þar sem þær eru mikilvægustu hrygningarfiskarnir.

Veiðitímabil

20. apríl - 15. september

Daglegur veiðitími

8:00 - 23.00

Veiðivarsla

Skráning afla

Veiðibók er í veiðikofanum, skylt er að skrá allan afla.

Veiðikort