Salarius einhendur

105.600 kr.111.600 kr.

Klassísk fluguveiðistöng sem hentar frábærlega í flestar ár landsins bæði silung og laxveiði.
Salarius fyrir 16 gr. línu er frábær alhliða stöng fyrir silung og smærri laxveiðiár.
Salarius fyrir 18 gr. línur eru klárlega þær stangir sem henta oftast best til laxveiða á Íslandi.

Salarius kemur í 4 pörtum og getur þú breytt henni í switch stöng með því að skipta út tappanum fyrir hald.

Með þessari stöng finnur þú virkilega fyrir aukakraftinum og nákvæmninni sem þú færð frá grafeninu.

 

Ábyrgð á stöngum

Salarius stangirnar eru framleiddar úr byltingarkenndu nýju efni sem heitir grafen.  Þetta er ótrúlega sterkt efni, um 100-300 sinnum sterkara en stál.   Helsta ástæðan fyrir því að við notum grafen fyrir Salarius stangirnar er að stangirnar eru mun sterkari en einnig um 15% hraðari.  Prófanir okkar sýna að það er mun auðveldara að hlaða stöng og  að stjórna línunni með stöngum úr grafeni.

Salarius stangirnar eru allar með einstakt handfang sem tryggir bæði nákvæmni og fjarlægð í köstum, sem lykilatriði í velgengni fluguveiða. Augun eru úr krómuðum flækjulausum „japönskum Fuji K“ sem eru þau allra bestu á markaðnum í dag og mikil framför þegar veitt er með skotlínum.

Stangirnar koma í mjúkum taupoka sem er búinn örtrefjaklút til að hreinsa samskeyti stangarinnar fyrir samsetningu eða geymslu. Stangirnar eru afhentar í svörtu 2GO hulstri úr áli – ný og flott Salmologic hönnun sem er hannað þannig að hægt sé að nálgast stangirnar frá báðum endum. Hulstrið rúmar ekki aðeins eina, heldur tvær stangir í einu, sem gerir það tilvalið fyrir ferðaveiðimanninn.

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: ,
Salarius stangir

9'2", 16 gr (einhenda), 9'6", 18 gr (einhenda)