Kastnámskeið með Henrik Mortensen og Thomas Thaarup í maí, 2024

50.000 kr.

Kastkennararnir Henrik Mortensen og Thomas Thaarup, snúa aftur með flugukastnámskeið við Ytri Rangá, í maí 2024.

Henrik Mortensen er veiðifólki vel kunnur en hann er frumkvöðull í hönnunn veiðistanga og lína og hefur unnið fyrir stærstu veiðivöruframleiðanda heims áður en hann hannaði sínar eigin veiðivörur undir nafninu Salmologic. Salmologic eru hágæðaveiðivörur á afar sanngjörnu verði. Thomas Thaarup hefur ferðast um allan heim með Henrik að kenna fluguköst og starfar sem leiðsögumaður á sumrin í Ytri Rangá.

Tvö námskeið í boði,
A: 10.-11. maí, 2024 fös-lau
B: 11.-12. maí, 2024 lau-sun

Flokkur:

Flugukastkennararnir Henrik Mortensen og Thomas Thaarup koma aftur til landsins og að þessu sinni verður kennt við Ytri Rangá.

Tvö námskeið í boði,
A: 10.-11. maí, 2024 (fös-lau)
B: 11.-12. maí, 2024 (lau-sun)

Verð: 50,000 kr.
Innifalið: kennsla, kvöldverður, gisting í twin og morgunverður

Skipulag námskeiðs:
17:00, hist í veiðihúsi Ytri Rangár
18:00 – 20:00, kennt á einhendu
20:30, kvöldverður og kvöldvaka
08:00, morgunverður
9:00 – 11.00 kennt á tvíhendu

Hægt er að nálgast gjafabréfin á skrifstofuna, Hrauntungu 81 í Kópavogi eða við sendum það til ykkar, ykkur að kostnaðarlausu.