Fossá

Fossá í Þjórsárdal

Almennar upplýsingar

Fossá í Þjórsárdal er falleg laxveiðiá sem rennur í Þjórsá við Búrfellsvirkjun. 

Besti tíminn hefur verið seinniparts sumars og er Fossá þekkt fyrir væna stórlaxa og ægifagurt umhverfi. Laxveiðisvæði Fossár nær frá ármótum Fossár og Þjórsár og upp að Hjálparfossi og má segja að veiðisvæðið sé nánast einn veiðistaður frá Hjálparfossi niður af Ármótum. Fossá er meðalstór og hentar vel að nota litlar tvíhendur, switch eða einhendur.

Töluvert veiðist af vænum silungi á svæðinu.

Bóka veiðileyfi

Það eru engin dagbókaratriði ennþá.

Leiðarlýsing og veiðisvæði

Frægasti veiðistaður Fossár er í Hjálparfossi en það hlýtur að vera með fegurri veiðistöðum landsins.     

Vinsælar flugur

Collie dog, hefðbundnar laxaflugur og túbur í öllum stærðum.  Hitch virkar ágætlega í júlí.  

Hentug veiðitæki

Fossá er meðalstór laxveiðiá og því hentar vel að nota litlar tvíhendur, switch og einhendur með flotlínu.  

Gisting

Veiðihús fylgir ekki. 

Staðsetning

Hjálparfoss: 64°06'52.2"N 19°51'13.7"W

Fjöldi stanga

2 stangir, seldar saman.

Leyfilegt agn

Fluga.

Kvóti

Öllum fiski skal sleppt.

Veiðitímabil

Daglegur veiðitími

07:00 - 13:00 og 16:00 - 22:00

Veiðivarsla

Gummi s. 8446900

Skráning afla

Vinsamlegast sendið veiðitölur á [email protected]

Veiðikort