Urriðafoss B svæði

Urriðafoss B, í Þjórsá

Almennar upplýsingar

Þjórsá geymir einn stærsta villta laxastofn landsins og hefur laxveiði verið stunduð þar lengur en elstu menn muna.

Urriðafoss B, er tveggja stanga svæði, efsti hluti jarðarinnar Urriðafoss, sem nær upp að efri brú. Bestu veiðistaðir eru Hestvík, Grjótin, Kláfur og Sandholt.  Ath! Sandholt fylgir B svæðinu frá opnun til 14. júlí en frá 15. júlí fylgir það aðalsvæði Urriðafoss. 

Urriðafoss B svæði 2022

1. júní – 14. júlí – Veiðisvæðið nær frá Sandholti að efri Brú.
 15. júlí – 30. september – Veiðsvæðið styttist, Sandholt dettur út og mun fylgja aðalsvæðinu.  Veiðisvæðið nær frá nýju brú upp að gömlu brú.  

Bóka veiðileyfi

Það eru engin dagbókaratriði ennþá.

Leiðarlýsing og veiðisvæði

Veitt á 2 stangir, Urriðafoss B

veiðimenn bera ábyrgð á veiðisvæðaskiptingu en ávalt er veitt með 2 stöngum á Urriðafoss B landi.  Mælst er til að menn skipti á 3 klst fresti eða það sem menn geta sammælst um. Til þess að ákveða veiðisvæðaskiptingu hittast veiðimenn 6.45 á bílaplaninu við gömlu brú, séu menn ekki mættir kl. 6.55 hafa þeir sem eru mættir rétt til þess að velja sé það veiðisvæði sem þeir vilja byrja og svo skipta menn eftir 3 klst.

 
Urriðafoss er ein af náttúruperlum Íslands og menn eru skyldaðir til þess að ganga vel um svæðið og hirða allt rusl.  Ekki er leyfilegt að gera að fiskum við ána. 
 

Þjórsá er stór og mikil og skulu menn hafa fara varlega.   Áin er mjög hættuleg og er mælst til þess að fólk vaði hvorki, né taki aðra óþarfa áhættu. Veiðimenn eru á eigin ábyrgð við veiðar í Urriðafossi.

Við biðjum veiðimenn að umgangast áfengi með gát og ölvun á svæðinu er stranglega bönnuð því hún skapar hættu.  

Vinsælar flugur

Stórar einkrækjur henta ágætlega því oft er svo mikið af laxi á svæðinu að þríkrækjur húkka í fiska.  

Hentug veiðitæki

Vatnið í Þjórsá er jökulvatn og er allflesta daga litað en mismunandi mikið litað. Svo maðkveiði eða veiðar með t.d. túbu og sökku hentar mjög vel. Þá daga sem vatnið er fallegt á litin er einnig hægt að nota venjulegar flugur og útbúnað sem hentar þannig veiðum.

Gisting

Gisting fylgir ekki.

Staðsetning

Kláfabreiða: 63.931322, -20.655428

Fjöldi stanga

2 stangir, seldar saman.

Leyfilegt agn

Veiða má á flugu og maðk. þegar veiðimenn veiða með flugu er hámarkstærð þríkrækju no 6. brot á veiðireglum heimila landeiganda að gera allan afla uptækan og reka menn á brott

Kvóti

1. - 10. júní: 2 laxar á stöng á dag. 11. júní og út tímabilið: 5 laxar á stöng á dag. Mælst verður til að menn hlífi stórlaxi sé það mögulegt.

Veiðitímabil

1. júní - 15. sept

Daglegur veiðitími

1/6-10/8: 07:00-13:00 og 16:00-22:00. 11-31/8: 07:00-13:00 og 15:00-21:00. 1-15/9: 07:00-13:00 og 14:00-20:00.

Veiðivarsla

Skráning afla

Veiðibók er í kassa við bílastæði, vinsamlegast skráið allan afla.