Urriðafoss
Urriðafoss í Þjórsá
Almennar upplýsingar
Þjórsá geymir einn stærsta villta laxastofn landsins og hefur laxveiði verið stunduð þar lengur en elstu menn muna.
Stangveiðin í Urriðafossi er meira ævintýri en nokkurn gat órað fyrir og hefur Urriðafoss trónað á toppnum yfir bestu laxveiðisvæði landsins frá því að stangveiði hófst í fossinum árið 2017.
Bóka veiðileyfi
Það eru engin dagbókaratriði ennþá.
Urriðafoss 2022 aðalsvæði
1. – 9. júní
Veitt á 4 stangir kvóti 2 fiskar á stöng á dag. Fluga og maðkur.
Við biðlum til veiðimanna að sleppa stórlaxi sé þess kostur.
10. júní – 30. september
Veitt á 4 stangir, kvóti 5 laxar á dag. Fluga og maðkur.
Við biðlum til veiðimanna að sleppa stórlaxi sé þess kostur.
Frá 15. júlí fylgir Sandholt aðalsvæðinu til loka tímabils.
Ath: Sandholt gaf nokkur hundruð laxa bæði í ár og 2019 og mun auka gæðin á aðalsvæðinu mikið þegar líður á sumarið. Sandholt hefur verið að gefa vel þegar er komið inn í júlí og fram í september.
Aðstöðuhúsið mun áfram fylgja seldum veiðileyfum þar sem veiðifólk getur komist á klósett, hellt uppá kaffi, grillað o.þh.
Fyrir þá sem vilja koma kvöldinu áður og gista er boðið upp á góða gistingu við bæinn Urriðafoss fyrir frekari upplýsingar um gistingu, hafið samband við: urridafossapartments@
Leiðarlýsing og veiðisvæði
Þjórsá er stór og mikil og skulu menn hafa fara varlega. Áin er mjög hættuleg og er mælst til þess að fólk vaði hvorki, né taki aðra óþarfa áhættu. Veiðimenn eru á eigin ábyrgð við veiðar í Urriðafossi.
Við biðjum veiðimenn að umgangast áfengi með gát og ölvun á svæðinu er stranglega bönnuð því hún skapar hættu.
Vinsælar flugur
Stórar einkrækjur henta ágætlega því oft er svo mikið af laxi á svæðinu að þríkrækjur húkka í fiska.
Hentug veiðitæki
Vatnið í Þjórsá er jökulvatn og er allflesta daga litað en mismunandi mikið litað. Svo maðkveiði eða veiðar með t.d. túbu og sökku hentar mjög vel. Þá daga sem vatnið er fallegt á litin er einnig hægt að nota venjulegar flugur og útbúnað sem hentar þannig veiðum.
Gisting
Gisting fylgir ekki veiðileyfunum en bændur á Urriðafossi bjóða upp á tvennskonar gistingu, nýju sumarhúsi með útsýni yfir fossinn og í gömlu nýuppgerðu húsi á bæjarstæðinu.
Veiðifólk hefur aðgang að litlu sumarhúsi þar sem hægt er að snæða nesti, komast á klósett og nota grill. Sumarhúsið er á hægri hönd áður en komið er að bænum Urriðafossi. Fyrsta húsið sem komið er að þegar beygt er afleggjarann að bænum.
Veiðimenn er beðnir að hirða allt rusl, skila húsi hreinu og í því ástandi sem þeir komu að því.
Staðsetning
Urriðafoss: 63.924637, -20.674986
Fjöldi stanga
4 stangir, 2 & 2 stangir seldar saman.
Leyfilegt agn
Veiða má á flugu og maðk. þegar veiðimenn veiða með flugu er hámarkstærð þríkrækju no 6. brot á veiðireglum heimila landeiganda að gera allan afla uptækan og reka menn á brott.
Kvóti
Maí: Öllum laxi sleppt. 1. - 9. júní: 2 laxar á stöng á dag. 10. júní - 30. sept: 5 laxar á stöng á dag. Mælst verður til að menn hlífi stórlaxi sé það mögulegt. Þegar kvóta er náð, þá er skylda að hætta að veiða. Hvorki má þá veiða á maðk eða flugu. Svo ef menn ætla að láta veiðina endast út daginn er fólki ráðlagt að sleppa ósárum fiskum og klára ekki kvótann snemma. Brot á kvótareglum heimila landeiganda að gera allan afla upptækan.
Veiðitímabil
1. júní - 15. sept
Daglegur veiðitími
1/6-10/8: 07:00-13:00 og 16:00-22:00. 11-31/8: 07:00-13:00 og 15:00-21:00. 1-15/9: 07:00-13:00 og 14:00-20:00.
Veiðivarsla
Haraldur Einarsson s:699 8238
Skráning afla
Veiðibók er í kassa við bílastæði, vinsamlegast skráið allan afla.