Hölkná

Hölkná í Þistilfirði

Almennar upplýsingar

Hölkná í Þistilfirði er ein af frægu stórlaxaánum á Norðausturhorninu sem flesta dreymir um að veiða.

Stórglæsilegt veiðihús fylgir veiðileyfum en mikið hefur verið lagt í uppbyggingu í Hölkna á síðustu árum og er veiðihúsið sennilega eitt af flottari smærri veiðihúsum landsins. Veitt er á 2 stangir í Hölkná og spannar veiðisvæðið um 10 km frá ólaxgengum fossi og niður af ósi.

Hölkná er stórskemmtileg laxveiðiá og hefur mjög hátt stórlaxahlutfall.  Þetta er á sem við mælum sterklega með að menn prófi í góðra vina hópi.

Bóka veiðileyfi

Það eru engin dagbókaratriði ennþá.

Leiðarlýsing og veiðisvæði

Veiðisvæðið er um 10 km langt með 27 merktum veiðistöðum.   

Vinsælar flugur

Collie dog, hefðbundnar laxaflugur og túbur í öllum stærðum.  Hitch virkar ágætlega í júlí.  

Hentug veiðitæki

Hölkná er meðalstór laxveiðiá og því hentar vel að nota litlar tvíhendur, switch og einhendur með flotlínu.  

Gisting

Fallegt og vel búið veiðihús fylgir ánni og er þjónustugjald innfalið í verðinu (uppábúið og þrif).  Gistipláss er fyrir fjóra í tveimur herbergjum. 

Staðsetning

Hjálparfoss: 64°06'52.2"N 19°51'13.7"W

Fjöldi stanga

2 stangir, seldar saman.

Leyfilegt agn

Fluga.

Kvóti

Öllum laxi skal sleppt.

Veiðitímabil

Daglegur veiðitími

07:00 - 13:00 og 16:00 - 22:00

Veiðivarsla

Olafur Vigfússon s. 8943429

Skráning afla

Veiðibók er í veiðihúsi, vinsamlegast skráið allan afla.