Hólaá, Laugardalshólar
Hólaá, Laugardalshólar
Almennar upplýsingar
Hólaá er um það bil 7 km. löng og rennur úr Laugarvatni niður í Apavatn. Áin er sæmilega vatnsmikil og mjög góð veiðiá. Fæst þar bæði bleikja og urriði – þó meira af bleikju. Fyrri hluta sumars er veiðin blönduð af urriða og bleikju en þegar líður á tímabilið er meiri bleikja á svæðinu. Vaxandi eftirspurn er eftir veiði á svæðinu enda auðvelt að komast þangað, góð veiðivon og náttúrufegurð mikil.
Menn eru beðnir að ganga vel um svæðið, hirða allt rusl og veiða hóflega.
Vinsamlegast prentið út veiðileyfið og skiljið eftir á mælaborði á bílnum svo veiðivörður geti fylgst með.
Bóka veiðileyfi
Leiðarlýsing og veiðisvæði
Veiðisvæðið Laugardalshólar er um 5-6 km langt og nær frá veiðistaðnum Far og niður að skurði sem er um 2-300 metra fyrir ofan Apavatn. Eingöngu má veiða Norðanmegin við ána eða þeim megin við ána sem Laugardalshólar standa. Ekki má vaða yfir á hinn bakkan sem tilheyrir Austurey 1.
Ef komið er frá Reykjavík er keyrt í gegnum Laugarvatn og í 7 km þar til komið er að bænum Laugardalshólum. Það er bílastæði fyrir neðan bæinn, þeim megin sem áin rennur. Þar er hægt að leggja bílnum og svo gengið niður að á. Góðir veiðisstaðir eru beint fyrir neðan bílastæðið en venjulega veiðist mest á beygjuköflum bæði fyrir ofan og neðan bílastæði.
Vinsælar flugur
Snemma á tímabilinu hafa litlar straumflugur verið góðar fyrir urriðan t.d. Black Ghost, Frogg Nobbler, Dýrbítur, Flæðamús o.fl. og fyrir bleikjuna kúluhausar í stærðum 10-12 og hefur t.d. Alma Rún verið mjög gjöful, Pecook o.fl.. Þegar líður aðeins á vorið hafa litlar kúlupúpur í náttúrulegum litum verið mjög sterkar, svartar, brúnar og rauðar.
Hentug veiðitæki
Einhendur fyrir línuþyngdir #5-7. Mest hefur veiðst á flugu á síðastliðnum árum og er mjög gaman að nota þurrflugu þegar aðstæður leyfa.
Upplýsingar
Staðsetning
Veiðihús: Hólaá er staðsett á einu aðal sumarhúsasvæði landsins svo margir góðir gistikostir eru á svæðinu.
Fjöldi stanga
5 stangir
Leyfilegt agn
Fluga, maðkur og spúnn
Kvóti
Biðlað er til veiðifólks að veiða hóflega og sleppa öllum bleikjum yfir 50 cm þar sem þær eru mikilvægustu hrygningarfiskarnir.
Veiðitímabil
1. apríl - 24. september
Daglegur veiðitími
8:00-20:00
Veiðivarsla
Jóhann G. Friðgeirsson, Laugardalshólum, s: 8948081
Skráning afla
Veiðibók er á bænum Austurey 1, skylt er að skrá allan afla í veiðibók