Leirá í Leirársveit
Leirá
Almennar upplýsingar
Leirá í Leirársveit er lítil og skemmtileg lax og sjóbirtingsveiðiá í um 40 mín fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Í Leirá er engöngu veitt með flugu og öllum fiski sleppt. Báðar stangirnar eru seldar saman og fylgir lítið en huggulegt veiðihús seldum veiðileyfum.
Að hámarki má nota 2 stangir í Leirá hverju sinni og eru veiðimenn beðnir að virða veiðireglur.
ATH. Til að komast að efstu veiðistöðum 20-24 (Sundlaug, Berghyl og Andapoll) þá keyrið þið upp að Heiðarskóla. Fyrir neðan skólann er vegur að ánni. Keyrt upp að sumarhúsum sem eru í byggingu (fyrir ofan skólann). Þar er hægt að leggja rétt fyrir neðan Berghyl nr. 21 og þaðan er gengið upp að efsta veiðistað, Sundlaug nr. 24
Bóka veiðileyfi
Leiðarlýsing og veiðisvæði
Vinsælar flugur
Á vorin: hefðbundnar púpur og straumflugur
Á sumrin, litlar laxaflugur og hefðbundnar púpur og straumflugur fyrir sjóbirtinginn.
Hentug veiðitæki
Nettar einhendur með flotlínu.
Gisting
Veiðihúsið er við þjóðvegsbrúnna. Þegar keyrt komið er úr Reykjavík, þá er keyrt yfir Leirá og strax á brúnni er beygt inn á lítinn afleggjara og keyrt upp með ánni. Húsið sést frá þjóðvegsbrúnni.
Veiðihúsið er lítið en það er svefnaðstaða fyrir 4-5, eitt tveggjamanna herbergi, svefnloft með tveimur 100 cm dýnum og svo tvíbreiður svefnsófi. Í húsinu er borðbúnaður fyrir 4, sængur og koddar, tvær gashellur, lítill ísskápur og gasgrill.
Veiðileyfi eru seld frá morgni til kvölds og mega mæta í hús kvöldið fyrir veiði.
Í apríl, maí, september og október mega gestir mæta kl. 20:00 en verða að skila húsi hreinu á veiðidegi ekki seinna en kl. 19:00
Í júlí og ágúst, mega gestir mæta kl. 21:00 en verða að skila húsi hreinu á veiðidegi ekki seinna en kl. 20:00
Ath! þið getið klárað veiðitímann eftir að það er búið að ganga frá veiðihúsinu.
Vinsamlegast gangið vel um, þrífið hús og grill og takið með ykkur allt rusl.
Staðsetning
Leirá lodge: 64.395303, -21.855431
Fjöldi stanga
2 stangir.
Leyfilegt agn
Eingöngu fluguveiði og öllum fiski sleppt.
Kvóti
Öllum fiski sleppt.
Veiðitímabil
Vor: 1. apríl - 15. maí. Sumar/haust: 10. júlí - 10. okt
Daglegur veiðitími
7:00-13:00 og 16:00-22:00 Frá 20. ágúst 07:00-13:00 og 15:00-21:00
Veiðivarsla
S. 855 2681
Skráning afla
Veiðibók er í veiðihúsinu. Vinsamlegast skráið allan afla. Einnig er hægt að senda veiðitölur á [email protected]