
Ytri-Rangá: Sjóbirtingsveiðin hefst 1. apríl
Sjóbirtingsveiðin í Ytri-Rangá hefst 1. apríl. Áin hefur notið vaxandi vinsælda fyrir vorveiði og eftirspurn eykst milli ára. 1. apríl er nú þegar uppseldur en enn er hægt að bóka lausa daga í aprílmánuði. Aðeins 17 dagar eru eftir þar til veiðitímabilið hefst.
Seldar eru 2 eða 4 stangir saman í stökum dögum og fylgir þá gisting í sumarhúsinu Hallanda sem rúmar allt að 8 manns. Allar helgarnar í apríl eru uppseldar og einungis síðustu þrjár helgarnar í maí eru lausar. Veiðin er frekar jöfn út tímabilið og er því maí ekki síðri kostur en apríl.
Hægt er að bóka leyfi fyrir Ytri Rangá vorveiði á IO veiðileyfi eða hafa samband við Stefán á [email protected]
Hægt er að sjá lausa daga hér að neðan fyrir apríl mánuðinn
Lausir dagar í Ytri Rangá - Apríl 2025
2. Apríl - 2 stangir
3. Apríl - 4 stangir
11. Apríl - 2 stangir
17. Apríl - 4 stangir
20. Apríl - 2 stangir
23. Apríl - 2 stangir
28-30. Apríl - 2 stangir