
Ytri-Rangá: Sjóbirtingsveiðin hófst 1. apríl
Sjóbirtingsveiðin í Ytri-Rangá hófst 1. apríl. Eftir að spjalla við strákana Alexander, Björn, Eizens, Sindra og Ján, sögðu þeir frá gærdags upplifun sinni. “ Við áttum æðislegan dag, veðrið lék við okkur og fiskarnir líka. Fiskarnir voru vel dreifðir og urðum við var við fiska frá Ægissíðufoss og alla leið niður á Staur, skilyrðin voru góð. Sex silungar komu á land í gær og voru fimm af þeim sjóbirtingar og ein bleikja, sá stærsti var 78cm bolti.“
Þetta verður spennandi vor fyrir Ytri Rangá og stöngum haf farið verulega fækkandi. Það er en þá möguleiki að ná sér í leyfi í apríl og í maí.
Hægt er að bóka leyfi fyrir Ytri Rangá vorveiði á IO veiðileyfi eða hafa samband við Stefán á [email protected]
Hægt er að sjá lausa daga hér að neðan fyrir apríl mánuðinn

