Það styttist í opnun Ytri-Rangár

Ytri-Rangá opnar 20. júní og allt bendir til þess að veiðitímabilið fari vel af stað. Teljarinn við Ægisíðufoss, sem hefur verið í gangi síðan í maí, sýnir skýra aukningu í laxagöngu síðustu daga. Á síðasta sólarhring gengu sex laxar upp teljarann, sá stærsti mældist 87 cm. Vatnshitinn hefur farið hækkandi og haldist stöðugur síðustu daga.

Leiðsögumaðurinn Sverrir Rúnarsson hefur fylgst náið með stöðunni og flogið drónanum sínum yfir helstu veiðistaði ofan Ægisíðufoss. Hann hefur orðið var við lax á flestum veiðistöðum, þar á meðal í Stallmýrarfljóti sem er staðsett um 6 km ofan við fossinn. Merki eru um að fiskurinn sé víða kominn í ánna.

Flugur og veiðiráð fyrir fyrstu dagana

Í byrjun tímabilsins eru klassísku litirnir svart, hvítt og blátt ávallt árangursríkir í Ytri-Rangá. Þessar flugur virka vel á nýgenginn lax og ættu að vera í boxinu hjá hverjum veiðimanni. Tillögur að flugum eru m.a. 1/2” Eistnesk Snælda, Bismo hvítur og blár, og Sunray Shadow ásamt öðrum flugum.

Á þessum tíma heldur Laxinn sér mest á neðri hluta árinnar, frá Rangárflúðum niður að Borg, þó veiðist einnig í Stallmýrarfljóti ofan við Hellu. Það er mikilvægt að veiða skipulega og hratt, með léttu fæti, til að ná yfir sem flest svæði án þess að missa af lykilblettum. Mörgum reynist vel að nota intermediate skothausa með sökktaumum með mismunandi hraða.

Góðir staðir í júní eru Rangárflúðir, Ægissíðufoss, Klöppin, 17.a, Gamla og Nýja Gunnugil, Hrafntóftir, Breiðibakki, Hólmabreiða, Djúpós og Borg.

Lausir dagar í Júní og Júlí
Það eru enn laus leyfi í júní og júlí. Þetta eru frábærir dagsetningar  til að veiða nýgenginn tveggja ára lax. Það er alltaf tímaspursmál hvenær fyrstu smá laxarnir mæta af krafti, yfirleitt er það eftir 1 júlí til miðjan júlí 

Nú fer hver að verða síðastur til að tryggja sér veiðileyfi. Hægt er að sjá lausa daga á ioveidileyfi.is með að ýta hérna Ytri Rangá eða hafið samband með tölvupósti á [email protected]

Ritað af Alexander Freyr Þórissyni, leiðsögumanni og starfsmanni hjá IO veiðileyfi.