Við leitum að veiðileiðsögumönnum fyrir komandi tímabil!
Við hjá IO veiðileyfi/ Iceland Outfitters erum að leita að reyndum og ástríðufullum leiðsögumönnum til að starfa með okkur á komandi veiðitímabili. Ef þú hefur mikla þekkingu á stangveiði og góða þjónustulund, þá gæti þetta verið tækifærið fyrir þig! Við leitum að einstaklingum sem geta bæði leiðsagt í dagstúrum sem og á Urriðasvæði Ytri Rangár og Hólaá, auk lengri veiðitúra, eins og á Ytri-Rangá laxasvæði.
Hæfniskröfur:
Mikil þekking á stangveiði – bæði einhendum og tvíhendum
Reynsla af leiðsögn eða veiðiþjónustu er mikill kostur
Góð þjónustulund og hæfni til að vinna með fjölbreyttum hópi veiðimanna
Þekking á veiðisvæðum – Ytri Rangá og helstu ám á Suðurlandi og Suðvesturhorninu
Gott vald á ensku (önnur tungumál eru kostur)
Ökuskírteini og aðgang að jeppa eða jepplingi
Fyrir áhugasama, vinsamlegast hafið samband á [email protected]
Kveðja, IO Veiðileyfi / Iceland Outfitters
