Salmologic
Hvað er salmologic ?
Salmologic er afrakstur ævistarfs Henriks Mortensen, sem hefur í yfir þrjátíu ár hannað og þróað flugustangir og línur fyrir helstu framleiðendur heims. Í dag framleiðir hann eigin stangir, línur og hjól undir nafninu Salmologic.
Henrik Mortensen er meðal þekktustu flugukastara og hönnuða samtímans. Hann hefur gefið út fjölda kennslumyndbanda og bækur sem hafa verið þýddar á mörg tungumál og hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir framlag sitt til fluguveiðinnar.
Markmið Henriks er skýrt, að skapa flugubúnað í hæsta gæðaflokki og einfalda líf fluguveiði fólks við val á búnaði. Flugustangir Salmologic eru framleiddar í Suður Kóreu þar sem Henrik hefur í áraraðir haft aðkomu að hönnun og gæðaeftirliti. Þar er jafnframt eina landið þar sem boðið er upp á háskólanám í stangarsmíði. Veiðihjólin eru framleidd í Þýskalandi, í sömu verksmiðju og framleiðir hluti fyrir Mercedes Benz.
G&G Kerfið
Línuþungi borin saman við stærð flugu
Við val á stöng er gott að byrja á því að skoða hvaða flugur eða túbur þú notar helst á því vatnasvæði sem þú veiðir. Þegar þú veist hversu stórar flugur þú munt setja á tauminn, hefurðu einnig góða vísbendingu um hvaða línuþyngd hentar best.
Til dæmis krefjast stórar og þungar flugur þyngri línu (line weight) til að hægt sé að kasta þeim rétt og leggja fluguna niður eins og til er ætlast. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig línuþyngdir eru paraðar við mismunandi flugustærðir, bæði fyrir silungs- og laxveiði.
Mikilvægt er að velja línu miðað við þær þyngstu flugur sem þú notar. Ef þú notar síðan léttari flugur er einfalt að lengja aðeins í taumnum til að ná betra jafnvægi í köstunum.
Taflan sýnir hleðsluþyngd fyrir öll línukerfi okkar. Þyngdin vísar til raunverulegrar þyngdar á skothausnum eða belgnum á WF línum.
|
Línuþyngd |
Flugustærð |
|
12 gr |
12-10 einkrækja |
|
14 gr |
10-8 einkrækja |
|
16 gr |
10-8 einkrækja/tvíkrækja |
|
18 gr |
8-6 einkrækja/tvíkrækja eða 1⁄4 tommu brass túbur |
|
20 gr |
8-6 einkrækja, 10-6 tvíkrækja, 1⁄4 tommu ál eða brass túbur |
|
22 gr |
6-4 einkrækja, 10-6 tvíkrækja, 1⁄4 tommu brass eða 1⁄2 tommu ál túbur |
|
24 gr |
6-4 einkrækja, 10-6 tvíkrækja, 1⁄2 tommu brass, 3⁄4 tommu ál eða 1 tommu plast túbur |
|
26 gr |
6-4 einkrækja, 10-4 tvíkrækja, 1⁄2 tommu brass, 3⁄4 tommu ál eða 1 tommu plast túbur |
|
28 gr |
10-4 tvíkrækjur, 3⁄4 tommu brass, 1 tommu ál og 1-1⁄2 tommu plast túbur |
|
31 gr |
1 tommu brass, 1-1⁄4 ál og 1-1⁄2 tommu plast túbur |
|
33 gr |
1 tommu brass, 1-1⁄4 ál og 1-1⁄2 tommu plast túbur |
|
35 gr |
1-1⁄4 tommu brass, 1-1⁄2 ál og 2 tommu plast túbur |
Logic taumar
Ef við berum saman nælontauma (kónaðir taumar) og Logic húðuðu taumana (sökktauma), þá eru húðuðu taumarnir hannaðir til að kasta stærri flugum og veita betri stjórn á því hvar flugan lendir í vatninu. Sökktaumarnir eru framleiddir í ákveðinni lengd fyrir hverja línuþyngd og í mismunandi sökkhraða, frá sökk 2 upp í sökk 7 (inch per second).
Mikilvægt er að hafa í huga að taflan sýnir viðmið fyrir Logic húðuðu taumana. Þessir taumar eiga ekki að vera vigtaðir með skothaus eða belg til að ákvarða hleðsluþyngdina, ólíkt því sem algengt er hjá mörgum öðrum framleiðendum skothausakerfa.
Salmologic línurnar
Salmologic flugulínurnar hafa slegið í gegn á Íslandi síðustu ár. Það er erfitt að finna betra jafnvægi í flugulínu en hjá Henrik Mortensen.
Línurnar henta öllum stöngum og við hvetjum veiðimenn til að koma í heimsókn með sína uppáhalds stöng – saman finnum við þá línu sem passar fullkomlega.
Salmologic flugulínurnar eru hannaðar samhliða stöngunum og mynda þannig einstakt jafnvægi milli línu og stangar. Þær eru gefnar upp í grömmum, sem tákna raunverulega þyngd á belg flugulínunnar.
Hér fyrir neðan má finna áætlaðan samanburð á línuþyngdum í grömmum og AFTM kerfinu. Listinn er til viðmiðunar, þar sem AFTM kerfið er ekki nákvæmt mælik
Einhendu Stærðir: 12 gr er ca no 5, 14 gr er ca no 6, 16 gr er ca no 7, 18 gr er ca no 8 og 20 gr er ca no 9
Tvíhendu Stærðir: 20 gr er ca no 4, 22 gr er ca no 5, 24 gr er ca no 6, 26 gr er ca no 7, 28 gr er ca no 8, 31 gr er ca no 9, 33 gr er ca no 10 og 35 gr er ca no 11-12
Vörur
Flugustangir
Einhendur, switch og tvíhendur
Veiðihjól
Fyrir allar helstu stangir og línuþyngdir
Heilar flugulínur
Fyrir einhendur og switch
Skothausar
Logic hausar og Short cut
Runninglínur
Frá 0,028 - 0.034
Sökktaumar
Frá sökk 1 til sökk 7 fyrir 16 - 35 gr línur