ION - Þingvellir

ION svæðið á Þingvöllum

Almennar upplýsingar

ION svæðið er eitt af stórkostlegustu veiðisvæðum landsins. Árlega veiðast urriðar upp undir 30 pund og fá veiðisvæði  á Íslandi eru jafn gjöful og ION svæðið. Hér hafa margir draumafiskar veiðst á síðustu árum og eflaust eiga margir eftir að veiða stærsta fisk lífs síns á svæðinu.

 

Bóka veiðileyfi

04 júl. 05 júl. 06 júl. 07 júl. 08 júl. 09 júl. 10 júl. 11 júl. 12 júl. 13 júl. 14 júl. 15 júl. 16 júl. 17 júl. 18 júl. 19 júl. 20 júl. 21 júl. 22 júl. 23 júl. 24 júl. 25 júl. 26 júl. 27 júl. 28 júl. 29 júl. 30 júl. 31 júl. 01 ágú. 02 ágú. 03 ágú. 04 ágú. 05 ágú. 06 ágú. 07 ágú. 08 ágú. 09 ágú. 10 ágú. 11 ágú. 12 ágú. 13 ágú. 14 ágú. 15 ágú. 16 ágú. 17 ágú. 18 ágú. 19 ágú. 20 ágú.
ION, Þingvöllum
2
1
2
2
2
2
1
1
1
2
2
2
2
2
1
2
2
2
1
2
1
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
1
1
2
2
04 júl. 05 júl. 06 júl. 07 júl. 08 júl. 09 júl. 10 júl. 11 júl. 12 júl. 13 júl. 14 júl. 15 júl. 16 júl. 17 júl. 18 júl. 19 júl. 20 júl. 21 júl. 22 júl. 23 júl. 24 júl. 25 júl. 26 júl. 27 júl. 28 júl. 29 júl. 30 júl. 31 júl. 01 ágú. 02 ágú. 03 ágú. 04 ágú. 05 ágú. 06 ágú. 07 ágú. 08 ágú. 09 ágú. 10 ágú. 11 ágú. 12 ágú. 13 ágú. 14 ágú. 15 ágú. 16 ágú. 17 ágú. 18 ágú. 19 ágú. 20 ágú.

Leiðarlýsing og veiðisvæði

Þorsteinsvík

Ekið er inn afleggjara hjá bóndabænum Nesjar og keyrt eftir heimreiðinni.  Þegar um 300-400 metrar eru í bóndabæinn er beygt til hægri á eina slóðanum sem liggur til hægri. Sá slóði liggur beint niður í Þorsteinsvík.  Veiðimenn leggja bílum sínum í sandfjörunni.  

Vinsamlegast farið varlega ef keyrt er inn á sandfjöruna því  auðvelt er að festa bíla þar.  
 
Ölfusvatnsárós

Þegar keyrt er í Ölfusvatnsós er keyrður Grafningsvegur efri 360, að Ljósafossvirkjun.  Þaðan er beygt niður af veginum við Ölfuvatnsá og bílnum lagt á lítið bílastæði við enda slóðans.   Þaðan ganga menn niður að Ölfusvatnársós.

Veiðisvæðið nær frá girðingu rétt norðan við ósinn að girðingu við Villingavatnsá. Urriðin getur legið nálægt fjörunni þegar illa viðrar.
 

Vinsælar flugur

Ýmsir streamerar eins og Black Ghost, Nobbler, Grey Ghost o.fl. o.fl.., Púpur í ýmsum stærðum og suma daga hafa þurrflugur gefið vel.

Hentug veiðitæki

Einhenda fyrir línu 6-8, flotlína og langir grannir taumar. það hefur færst í vöxt að sumir veiðimenn noti switch stangir, ca 11 fet, fyrir línu 7-8.

Merktir fiskar

Ef veiðimenn landa merktum fiskum í Ölfusvatnsárós eru þeir vinsamlegast beðnir um að setja þá í kassa sem staðsettur er í ánni við ósinn. Einnig ef veiðimenn fá óvenjulega stóra fiska eða skrýtna þá er gott ef þeir setja þá í kassa.  Vinsamlegast hringið í númerið hjá Jóhannesi sem er á kassanum.

Gisting

Það fylgir ekki veiðihús vatnasvæðinu en við bendum á gistingu á ION hóteli en þar er einnig veitingastaður og veiðibókin þar sem afli er skráður. 

Information

Staðsetning

Þingvallavatn. Ölfusvatnsárós: 64.131540, -21.093888 Þorsteinsvík: 64.151775, -21.204045

Fjöldi stanga

4 stangir, 2 og 2 stangir seldar saman.

Leyfilegt agn

Eingöngu fluguveiði og öllum fiski sleppt.

Kvóti

Öllum fiski sleppt.

Veiðitímabil

15. apríl - 15. september

Daglegur veiðitími

8:00-14:00 og 16:00-22:00 Frá 20. ágúst 08:00-14:00 og 15:00-21:00

Veiðivarsla

S. 855 2680 & 855 2681

Skráning afla

Veiðibók er í kjallara ION hótelsins og eru menn skyldir að skrá allan afla í lok dags. Einnig er hægt að senda veiðitölur á [email protected]

Veiðikort