Þrjú ný silungsveiðisvæði bætast við úrvalið á IOveiðileyfi.is

svörtuárni

Svæðið er rúmlega tveir kílómetrar að lengd og er einstakt að því leitinu að það getur verið fiskur á hverjum stað, mest veiðist af urriða en einnig nokkuð af bleikju. Í september kemur slatti af laxi upp í ánna og er það afar spennandi tími, í fyrra var töluvert af laxi í lok tímabils.

 Það eru 4 stangir á svæðinu og eru þær komnar í vefsöluna.

 

Svæðið nær yfir þrjú vötn og rennur á milli þeirra, besta veiðin er í og við lækina en einnig er góð veiði í vötnunum sjálfum. Það er mikið af urriða á svæðinu og getur hann orðið ágætlega vænn en hann er mjög grimmur þar sem vötnin eru oftar en ekki frekar skýjuð. 

Það eru fjórar stangir á svæðinu og eru þær komnar í vefsöluna.

Eitt vinsælasta veiðisvæði í Þingvallavatni, urriðaveiðin er góð á vorin og er von á afar vænum urriðum. Þegar líður á vorið kemur bleikjan nær landi og er svæðið þekkt fyrir feiknargóða bleikjuveiði.

Það eru fjórar stangir á svæðinu og eru þær komnar í vefsöluna.

Þessi nýju svæði eru frábær viðbót sem eykur fjölbreytni í silungsveiðinni hjá okkur, við höfum einnig gert góð veiðistaðakort sem sýna hvar besta veiðin er ásamt góðum punktum.

Einnig er hægt er að hafa samband við Árna um nánar upplýsingar eða fyrirspurnir á [email protected]