Svörtuklettar
Svörtuklettar, Þingvallavatn
Almennar upplýsingar
Bóka veiðileyfi
Veiðisvæðið
Urriðaveiðin er oft frábær á vorin og þá sérstaklega út frá klettunum eða í ósnum á Móakotsá. Gott er að vaða mjög langt út og taka löng köst, mælt er með að nota sökklínur út frá klettunum en menn sleppa alveg með flotlínur í ósnum.
Bleikjuveiðin á svæðinu er mjög góð og er oft von á stórum og fallegum bleikjum, mælt er með því að nota ekki of þungar flugur þar sem fiskurinn er gjarnan ekki á mjög miklu dýpi.
Vinsælar flugur
Ýmsir streamerar eins og Black Ghost, Nobbler, Grey Ghost og Olive ghost hafa gefið vel í urriðann. Bleikjan tekur aðallega púpur þó að sílableikjan taki gjarnan straumflugur, vinsælar púpur eru Peacock, Killer, Watson Fancy og Pheasant Tail.
Hentug veiðitæki
Einhenda fyrir línu 6-8, flotlína og langir grannir taumar. það hefur færst í vöxt að sumir veiðimenn noti switch stangir, ca 11 fet, fyrir línu 7-8.
Gisting
Það fylgir ekki veiðihús vatnasvæðinu
Information
Staðsetning
Þingvallavatn, Heiðarbær 2
Fjöldi stanga
4
Leyfilegt agn
Fluga, maðkur og spúnn
Kvóti
Enginn kvóti, veiðimenn eru beðnir um að sýna hófsemi.
Veiðitímabil
15. apríl - 15. september
Daglegur veiðitími
8:00 til 22:00
Veiðivarsla
S. 7870033