Spennandi breytingar á Ytri-Rangá fyrir 2025 tímabilið.

Þessar breytingar eiga sér stað á laxa svæði Ytri-Rangár þar sem Hólsá Borg verður með í róteringu og svæðið ofan Árbæjarfoss (þekkt sem gamla svæði 9) verður tekið úr róteringu. Markmið þessara breytinga er að auka gæði, fjölbreytni og pláss fyrir veiðifólk. Hólsá hefur staðið sig prýðilega undanfarin ár og gefið að meðaltali 600 laxa á ári. Á þessu ári gaf Hólsá Borg 833 laxa sem gerði að aflahæsta svæðið í ár!
 
Hólsá Borg, sem er um 7 km langt, státar af löngum veiðistöðum þar sem laxinn stoppar í miklu magni. Sem dæmi má nefna að Staur gaf í fyrra 426 laxa og var í stöðugri notkun frá miðjum júlí til miðjan september, Staur er staðsettur miðsvæðis Hólsár. Auk þess má finna tvær sleppitjarnir á svæðinu, sem eru í 3 km fjarlægð hvor frá annarri – ein rétt ofan við Fjarkastokk og hin ofan við Straumey. Hólsá verður skipt í tvö svæði með tvær stangir á hvoru svæði.
 
Frá 24. júlí til 30. september verða 20 stangir (10 svæði) í róteringu, í stað 18 stanga (9 svæða). 
Hægt er að sjá betur fjöldi stanga við ákveðnar dagsetningar hér að neðan.
 
Á myndinni hér að ofan má sjá þessa glæsilegu hrygnu sem veiddist á gamla góða veiðistaðnum Borg!
 
Við hlökkum til að sjá ykkur á komandi veiðitímabili!
Kveðja IO Veiðileyfi
 
Hægt er að bóka leyfi fyrir Ytri Rangá á IO veiðileyfi.is  eða hafa samband við Stefán á [email protected] 
 eða síma 855-2681

Skipulag skiptinga og stangafjöld fyrir tímabilið 2025

20.jún - 30.jún: Stangarfjöldi 12 og 6 svæði

30.jún - 10.júl: Stangarfjöldi 16 og 8 svæði

10.júl - 24.júl: Stangarfjöldi 18 og 9 svæði

24.júl - 30.sep: Stangarfjöldi 20 og 10 svæði

30.sep - 05.okt: Stangarfjöldi 18 og 9 svæði

07.okt - 20.okt: Stangarfjöldi 12 og 6 svæði