Straumar

Straumar í Borgarfirði

Almennar upplýsingar

Straumarnir eru ármót Norðurár og Hvítár og með skemmtilegri 2 stanga veiðisvæðum sem eru í boði fyrir fjölskyldur og minni hópa hér á landi. Nánast allur hluti veiðisvæðisinns er í kallfæri við veiðihúsið svo ekki þarf ökutæki á veiðistað.

Straumarnir bjóðða upp á frábæra meðalveiði og yndislega aðstöðu fyrir veiðimenn alveg á árbakkanum.   Það er gríðalega mikil laxgengd í gegnum Straumana á hverju sumri en nánast allur lax sem gengur upp í Norðurá, Þverá, Kjarrá, Flókadalsá, Reykjadalsá, Gljúfurá eiga leið í gegnum Strauma svo það getur verið mjög líflegt þegar göngurnar eru að fara í gegn. Þegar líður á sumar veiðist einnig töluvert af sjóbirtingi á svæðinu.

Bóka veiðileyfi

Það eru engin dagbókaratriði ennþá.

Leiðarlýsing og veiðisvæði

   

Vinsælar flugur

Collie dog, hefðbundnar laxaflugur og túbur í öllum stærðum.  Hitch virkar ágætlega í júlí.  

Hentug veiðitæki

 

Gisting

Veiðihúsið við Straumana er elsta veiðihús landsins sem enn er nýtt sem slíkt og ber með sér sögu stangveiðarinnar á Íslandi.  Húsinu hefur verið vel haldið við og er virkilega notalegt að dvelja þar.   

Veiðihúsin eru tvö, en komið var fyrir svefnhúsi með tveimur svefnherbergjum rétt við eldra húsið.  Gistipláss er fyrir 8 og í aðalhúsi er: eldhús, setustofu og góð grillaðstöða á palli.

Hægt er að panta uppábúið og þrif hjá Hebu Magnúsdóttur s. 616 6095

Staðsetning

Hjálparfoss: 64°06'52.2"N 19°51'13.7"W

Fjöldi stanga

2 stangir, seldar saman.

Leyfilegt agn

Fluga eingöngu fram til 1. ágúst en þá má veiða á spún.

Kvóti

Öllum laxi stærri en 70 cm skal sleppt. Hirða má 5 laxa

Veiðitímabil

Daglegur veiðitími

07:00 - 13:00 og 16:00 - 22:00

Veiðivarsla

Skráning afla

Veiðibók er í veiðihúsi, vinsamlegast skráið allan afla.

Veiðikort