2GO línan var þróuð fyrir veiðimenn sem eru að byrja í fluguveiði eða veiða af og til – án þess að fórna gæðum. Markmiðið er skýrt: að bjóða upp á áreiðanlega, vandaða stöng á hagstæðu verði sem gerir byrjendum kleift að læra og njóta fluguveiðinnar frá fyrsta degi.
Stangirnar eru smíðaðar úr 40T kolefnis blöndu og eru því mjúkar, fyrirgefandi í köstum sem auðveldar bæði köstin og skilning veiðimanns. Allar stangir eru með dökkum títanhúðuðum lykkjum. Einhendurnar eru með full wells handfangi og svörtu hjólasæti. Handföngin eru gerð úr endingar góðri kork blöndu sem eldast með reisn og fær fallega patínu með tímanum án þess kurllast með tímanum.
Tvíhendurnar í línunni eru með hefðbundnu beinu handfangi í stað signature-grips. Þessi ákvörðun var tekin til að halda kostnaði niðri og leggja áherslu á gæði stangarinnar.
Allar 2GO stangir eru afhentar í svörtu álhulstri sem er hannað af Salmologic. Hulstrið opnast frá báðum endum og rúmar tvær stangir í einu er fullkomið fyrir ferðaveiðimenn. Innan í hulstrinu eru stangirnar í sérmerktum taupokum sem tryggja góða vernd.