Námskeið

Flugukastnámskeið munu spara þér ófáar veiðiferðirnar þar sem þú nærð ekki að koma flugunni þangað sem þú vilt að hún fari.
Námskeiðin eru fyrir alla, bæði byrjendur og lengra komna og margir koma t.d. sérstaklega til að ná tökum á tvíhenduköstum eða fínstilla köstin.

Stefán Sigurðsson hefur starfað í veiðiheiminum meira en hálfa ævina, sem leiðsögumaður, flugukastkennari og veiðileyfasali.

Við mælum með að allir komi með sínar eigin stangir sem þeir ætla að nota en Stefán er með allar stærðir af stöngum, tvíhendur, switch og einhendur ef fólk vill æfa með stöngum frá Salmologic.

Öll námskeið eru einkanámskeið og fólk ræður hvort það eru 1 – 4 þátttakendur í einu.

Showing all 2 results