Kastnámskeið með Henrik Mortensen

Við hjá IO veiðileyfi erum stolt af því að bjóða aftur upp á þetta frábæra flugukast námskeið. Námskeiðið sló rækilega í gegn síðasta vor og fengum við góð viðbrögð frá öllum þeim sem tóku þátt. Námskeiðsstjórnandinn og kennarinn Henrik Mortensen kemur aftur til Íslands þetta vor til að fræða og kenna, með honum verða tveir frábærir aðstoðarmenn til að styðja við námskeiðið, en þeir eru Thomas T. Thorsteinsson og Sverrir Rúnarsson.

Þátttakendur taka með sér sínar eigin stangir, fatnað, vöðlur og annan búnað. Kennslan fer bæði fram innandyra og utandyra og fá þátttakendur því tækifæri til að æfa sig í rennandi vatni, ásamt því að fá kennslu beint á bakkanum. Kennslan fer nánast öll fram á ensku, og bæði er kennt á einhendu og tvíhendu.

Tvö námskeið í boði:

Námskeiðið kostar 55.800 kr. á mann, miðað við að tveir einstaklingar gisti saman í herbergi. Ef þátttakandi kýs að vera einn í herbergi, leggst aukagjald á heildarupphæð námskeiðsins.

Innifalið í námskeiðinu: Kennsla á einhendu og tvíhendu,  gisting í veiðihúsi Ytri-Rangár (uppábúið rúm og handklæði), kvöldmatur og morgunmatur. 

Veiðihús Ytri-Rangár er útbúið með því helsta sem nútíma veiðihús búa yfir, þar á meðal saunu, heitum potti, útsýni yfir einn besta veiðistað á Íslandi og bar. Hægt er að skoða veiðihúsið hér: Hlekkur á veiðihús Ytri-Rangár.

Dagskrá:
  • 16:00, Mæting í veiðhús Ytri-Rangá.
  • 17:00 – 20:00, Kennsla innan og utandyra.
  • 20:30,  Kvöldmatur og kvöldvaka.
  • 8:00, Morgunverður,
  • 09:00 – 11:00, Kennsla utandyra.

Henrik Mortensen er víðfrægur í heimi fluguveiða og frumkvöðull i hönnun veiðistanga og lína. Hann hefur áður starfað með þeim stærstu veiðivöruframleiðendum heims áður en hann stonaði sitt eigið merki Salmologic, þar sem hann þróar stangir og línur sem eru notaðar af fluguveiðimönnum um allan heim.

Thomas Tharup Thorsteinsson er reynslumikill leiðbeinandi og hefur ferðast með Henrik um víðan völl til að kenna fluguköst. Hann starfar sem leiðsögumaður á sumrin í Ytri Rangá og hefur gert það síðan að Iceland Outfitters tók við rekstrinum árið 2022.

Sverrir Rúnarsson er virtur og reynslumikill leiðsögumaður hjá Iceland Outfitters með margra ára reynslu. Hann er einnig einn af ambasadorum hjá Salmologic og mun veita aðstoð og þekkingu sýna á námskeiðunum

Fyrir þá sem vilja framlengja ferðin, mælum við með að bóka einn eða tvo daga á sjóbirtings veiði á neðri svæðum Ytri Rangá eða á urriðasvæðinu sem er staðstett ofan Árbæjarfoss. Hlekkur fyrir sjóbirtingin: Ytri Rangá sjóbirtingur vorveiði og hlekkur fyrir urriðasvæðið: Ytri Rangá urriðasvæðið  

Þetta námskeið er tilvalið fyrir alla sem hafa ástríðu að fluguveiði og ómissandi tækfæri til að læra af þessum snillingum! 

Fyrir nánar upplýsingar er hægt að hafa samband við Stefán á [email protected]