Kálfholt

Kálfholt í Þjórsá

Almennar upplýsingar

Kálfholt er ein af þremur bestu netaveiðijörðunum í Þjórsá og er næsta jörð fyrir neðan Þjórsártún. 

Landamerkin eru ca 400 metra fyrir neðan Urriðafoss Austanmegin. Þar eru rennur áin nokkuð hratt niður í mikla þrengingu og á þeim kafla eru nokkuð flottir pallar og straumbrot.  Aðeins hefur verið reynt með stöng á svæðinu og hafa fengist fiskar sem gefur okkur nokkrar vísbindingar um að stangveiði sé möguleg á svæðinu. Þetta er gríðalega spennandi verkefni og verður mjög gaman að fylgjast með gangi mála í framtíðinni.

Bóka veiðileyfi

Það eru engin dagbókaratriði ennþá.

Leiðarlýsing og veiðisvæði

Ekið er inn að Kálfholti og er það hvíti bóndabærinn á hægri hönd, þar er keyrt í gegnum hlaðið og áfram í átt að ánni.  Þar beygir vegurinn upp til hægri og endar rétt fyrir neðan landamerki Þjórsártúns og Kálfholts., Við enda slóðarinnar er brekka niður af á sem getur verið mjög varasöm þegar blautt er úti svo vinsamlegast farið varlega. Ath! slóðinn er ekki fólksbílafær. 

ATH:  það er best að keyra niður að Urriðafossi Austan megin og ganga þaðan niður á veiðisvæðið

Vinsælar flugur

Bismo, Sunray, Þýsk snælda, Francis og fleira.  Túbur virka mjög vel í Eystri Rangá. 

Hentug veiðitæki

Tvíhenda með sökktaum. 

Gisting

Gisting fylgir ekki en landeigendur á Kálfholti bjóða upp á fína íbúð sem tekur allt að 6 manns í gistingu. frekari upplýsingar gefur Ingileif S: 8994954

hér er hægt að sjá upplýsingar og myndir af gistingunni.  

Staðsetning

Bílastæði: 63.918911, -20.674389

Fjöldi stanga

2 stangir

Leyfilegt agn

Fluga, maðkur og spúnn.

Kvóti

5 laxar á stöng á dag.

Veiðitímabil

1. júní -

Daglegur veiðitími

07:00 - 13:00 og 16:00 - 22:00

Veiðivarsla

Ísleifur í Kálfholti x. 862 9301

Skráning afla

Veiðibók er í þjónustuhúsi veiðifélagsins.

Veiðikort