Jólahlaðborð í einu flottasta veiðihús landsins á bökkum Ytri Rangár

Hvað er betra en að skreppa úr borginni og njóta góðs matar, slökunar og kyrrðar í sveitinni?

 

Við bjóðum upp á einstaka jólastund í einu glæsilegasta veiðihúsi landsins rétt við Hellu og aðeins klukkutíma akstur frá Reykjavík, Í veiðihúsi Ytri Rangár finnur þú glæsilegan veislusal sem tekur allt að 56 gesti í mat, gistingu fyrir 46 gesti í 22 herbergjum (þar af tvö þriggja manna), bar, sauna, heitan pott og notalega setustofu með útsýni yfir Rangárflúðir einn fallegasti veiðistaður landsins. Með jólahlaðborðinu verður í boði sérvalinn vínseðill fyrir þá sem óska.

Boðið er upp á gistingu í eina nótt með jólahlaðborði að kvöldi og morgunverði daginn eftir.

Fullkomið fyrir vinnustaði eða vinahópa sem vilja sameina góðan mat, slökun og notalega jólastemningu í fallegu umhverfi.

 

Matseðill jólahlaðborðs

 

Forréttir

Grafinn og reyktur lax með sinnepssósu

Jólasíld með rúgbrauði og meðlæti

Grafin og heitreykt gæs

 

Aðalréttir

Hamborgarhryggur

Kalkúnn með fyllingu

Hangikjöt og laufabrauð

 

Meðlæti

Waldorfsalat

Ferskt salat

Bakað rótargrænmeti

Sæt kartöflumús

Sykurbrúnaðar kartöflur

Rauðkál og grænar baunir

Sérvaldar sósur

Uppstúfur

 

Eftirréttir

Frönsk súkkulaðiterta

Ris a la Mande með hindberjasósu

 

Hagnýtar upplýsingar

 

Dagsetningar:

20.–21. nóvember | 21.–22. nóvember | 27.–28. nóvember

Staðsetning:

Veiðihúsið Ytri Rangár – rétt við Hellu, 1 klst. frá Reykjavík

Bókanir og fyrirspurnir:

[email protected]

Húsið er leigt út í heild og hentar því sérstaklega vel fyrir vinnustaði og stærri hópa sem vilja njóta góðs matar, friðsældar í aðdraganda jóla.