Hólsá Vesturbakki

Vesturbakki Hólsá 2022

Almennar upplýsingar

Það er okkur sönn og mikil ánægja að geta boðið uppá Ytri Rangá og Vesturbakka Hólsá sem er óumdeilanlega ein af bestu Laxveiðiám Landsins.

Flestir þekkja Vesturbakka Hólsá enda er það eitt af betri 4 stanga veiðisvæðum landsinns með rosalega meðalveiði enda ganga árlega tugir þúsunda laxa í gegnum svæðið á leið sinni í Rangárnar. Ágætis veiðihús fylgir seldum veiðileyfum og komast allt að 8 manns í gistiaðstöðuna.

Vinsælar flugur

Bismo, Sunray, Þýsk snælda, Francis og fleira.  Túbur virka mjög vel í Hólsá

Hentug veiðitæki

11-14 feta Tvíhenda, flotlína með sökktaum. 

Gisting

Veiðihúsið við Borg fylgir seldum veiðileyfum og eru 4 tveggja manna herbergi í veiðihúsinu, Veiðimenn verða að koma með rúmföt/sængur með sér sjálfir og þrífa vel og vandlega eftir veiði. Veiðimenn meiga koma í veiðihús klst fyrir fyrir settan veiðitíma og skila af sér veiðihúsinu hreinu og fínu klst eftir settan veiðitíma.

Staðsetning

Þjónustuhús veiðifélagsins: 63.774338, -20.250525

Fjöldi stanga

4 stangir.

Leyfilegt agn

Fluga og spúnn.

Kvóti

5 laxar pr vakt eða 10 laxar á dag pr stöng, Öllum hrygnum stærri en 70 cm skal setja í þartilgerðar kistur. Öllum silungi skal sleppt.

Veiðitímabil

20 Júní - 20 okt

Daglegur veiðitími

20 júní - 20 sept. 07:00-13:00 og 15:00-21:00. 21 sept -20 okt. 08.00-20.00

Veiðivarsla

Ari 8425559

Skráning afla

Veiðibók er í þjónustuhúsi veiðifélagsins.

Veiðikort