Vesturbakki Hólsár

Vesturbakki Hólsár - Ósasvæði

Almennar upplýsingar

Vesturbakki Hólsár ósasvæði er neðsti hluti vatnasvæði Ytri Rangár og Hólsár við sjó.

Flestir þekkja Vesturbakka Hólsá sem er neðsta veiðisvæðið í Hólsá. 2 stanga veiðisvæði  með frábæra meðalveiði enda ganga árlega tugir þúsunda laxa í gegnum svæðið á leið sinni í Rangárnar. 

Seldar eru eru 2 stangir saman ýmist frá morgni til kvölds eða í hálfum dögum.

Fyrir þá sem vilja veiða með flugu, spún eða maðk  er þetta veiðisvæði alveg kjörið og hentar vinahópum og fjölskyldum afar vel.

Veiðisvæðið nær frá merktum veiðimörkum neðan við veiðihúsið á Borg og niður í ós.

Til þess að komast niður í ós þarf góðan jeppa.

 

Bóka veiðileyfi

Það eru engin dagbókaratriði ennþá.

Vinsælar flugur

Bismo, Sunray, Þýsk snælda, Francis og fleira.  Túbur virka mjög vel í Hólsá

Hentug veiðitæki

11-14 feta Tvíhenda, flotlína með sökktaum. 

Gisting

Það fylgir ekki gisting með veiðileyfunum á Vesturbakka Hólsá en það eru margir staðir í nágreninu sem bjóða uppá fína gistingu.

Staðsetning

Veiðihúsið á Borg: 63.750055, -20.549068

Fjöldi stanga

2 stangir.

Leyfilegt agn

20 júní - 20 okt Fluga maðkur spúnn

Kvóti

kvóti er 10 smálaxar pr dag eða 5 smálaxar pr vakt pr stöng. Öllum hrygnum stærri en 68 cm skal setja í þar til gerðar kistur og gera veiðiverði viðvart. Ef ekki er mögulegt að setja fiskinn í kistu er skyllt að sleppa fisknum í ánna aftur.

Veiðitímabil

20 Júní - 20 okt

Daglegur veiðitími

20 júní - 20 sept. 07:00-13:00 og 15:00-21:00. 21 sept -20 okt. 08.00-20.00

Veiðivarsla

Ari 8425559

Skráning afla

Veiðibók er í þjónustuhúsi veiðifélagsins.