
Silungsveiði á Suðurlandi.
Hólaá er ein af silungsveiðiperlum Suðurlands og er þekkt fyrir góða veiði bæði á bleikju og urriða. Við hjá IO veiðileyfi bjóðum upp á tvö frábær svæði í Hólaá. Svæðin eru Austurey og Laugardalshóla, þau er um 5-6 km langt. Veiði tímabilið hefst nú 1. apríl og er Hólaá tilvalin til að hrista af sér vetrar hrollin.
Á vorin veiðist mest af urriða í ánni en síðan í fyrri hluta sumars er veiðin blönduð og þegar það líður á sumarið verður bleikjan nánast allsráðandi.
Austurey er staðesett sunnan megin við Hólaá og Laugardalshólar norðan megin. Athugið að eingöngu má veiða á þeim bakka sem veiðileyfi á við og ekki má vaða yfir á hinn bakkann. Hvort svæðið er með 5 stangir um sig og er það upplagt fyrir fjölskyldur, hópa og einstaklinga.
Hér er hægt að bóka leyfi hér fyrir Austurey 1 og Laugardalshóla