Gutlfoss - Ytri Rangá
Laxasvæðið Gutlfoss, Ytri Rangá
Almennar upplýsingar
Svæðið á sér djúpar rætur í veiðisögu Ytri-Rangár og er þekkt fyrir mikla laxavon og risaurriða. Veiðivonin er fremur jöfn fyrir lax og urriða, en töluvert er af geldfiski á svæðinu sem er í kringum 50 cm. Svæðið státar af fallegum og fjölbreyttum tökustöðum. Þegar Ytri-Rangá sló Íslandsmet í veiddum löxum á stöng, þá gaf Gutlfossbreiða ein og sér hátt í 400 laxa. Ytri-Rangá er ein af aflahæstu ám í sögu Íslands, með meðalveiði upp á 6.300 laxa á síðustu árum.
Seldar eru 2 stangir saman frá morgni til kvölds án gistingu Einungis fluguveiði er leyfð og kvóti 2 laxar á dag per stöng. Sleppi skylda er á öllum lax yfir 68cm og silung.
Engin gisting fylgir leyfunum, en eftir 22. september er hægt að bóka gistingu í veiðihúsi Ytri-Rangár á hagstæðu verði með morgunmat. Smelltu hér til að skoða nánar.
Það eru engin dagbókaratriði ennþá.
Leiðarlýsing og veiðisvæði
Veiðisvæði er rúmmlega 2 km langt og nær frá Mælabreiðu (ofan Árbæjarfoss) upp að Grákollustöðum.
Grákollustaðir, Þengilseyri, Gutlfossbreiða, Gutlfoss, Maríunef, Maríulaug, Ásdísarbreiða og Mælabreiða.
Hægt er að komast að ánni bæði vestan- og austanmegin.
Ef farið er vestanmegin, beygja veiðimenn upp hjá Árbæjarvegi áður en komið er að bæjarfélaginu Hellu. Til að komast að neðsta veiðistaðnum, Mælabreiðu, þarf að aka um 4 km upp Árbæjarveg og beygja síðan til hægri inn á Breiðabakkaveg.
Ef farið er austanmegin, þarf að aka í gegnum Hellu og síðan beygja upp Rangárvallarveg. Veiðimenn þurfa að aka um 1,5 km upp Rangárvallarveg og taka síðan vinstri beygju, sem er merkt Gilsbakka. Veiðifólk ekur eftir malarvegi þar til komið er að krossgötum. Við krossgötuna er skilti þar sem stendur „Árbæjarfoss“ og þar er beygt til hægri inn á slóða sem liggur alla leið að Gutlfossbreiðu.
Sleppi skylda er á öllum fisk yfir 68cm!
Ef veiðifólk á tök á því að setja hrygnu í kistu sem er yfir 68 cm, fá þau reyktan lax í staðinn. Ef engin kista er á svæðinu er skilt að sleppa hrygnuni aftur í ánna. Sleppiskylda er á öllum hængum yfir 68 cm. Veiðifólk þarf að gera veiðiverði eða umsjónarmanni viðvart hvort að hrygna/hængur hefur verið sett í kistu eða sleppt.
Vinsælar flugur
LAX: Bismo, Sunray, Þýsk snælda, Francis, Collie dog og blue charm. Nettar flugur hafa verið að gefa vel í Ytri Rangá og mælum við með að láta reyna fyrst á þér áður en farið er í stærri túbur.
Urriði: Stórar og meðal stórar straumflugur og púpur í stæri kantinum virka vel á urriðan.
Hentug veiðitæki
11-14 feta Tvíhenda, flotlína með sökktaum fyrir Laxinn.
9 – 10 feta einhendur fyrir urriðan, annað hvort flotlínu í andstreymisveiði með púpum eða sökklínur með straumflugu.
Staðsetning
Gutlfossbreiða: 63.866209, -20.304784
Mælabrieða: 63.862825, -20.337161
Fjöldi stanga
2 stangir eru seldar saman og einungis má veiða á flugu.
Leyfilegt agn
Eingöngu fluga frá 1 ágúst - 20 október
Kvóti
Kvóti 2 smálaxar á dag per stöng . Öllum hrygnum stærri en 68 cm skal setja í þar tilgerðar kistur og láta veiðivörð eða umsjónamann vita. Ef ekki er mögulegt að setja fiskinn í kistu er skylt að sleppa honum í ána aftur.
Sleppi skylda er á öllum silung.
Veiðitímabil
1. ágúst - 20. okt
Daglegur veiðitími
1 ágúst - 20 sept.
7:00-13:00 og 15:00-21:00.
21 sept - 20 okt.
08.00-20.00
Veiðivarsla
Ari: 8425559 - [email protected]
Skráning afla
Veiðibók er í þjónustuhúsi veiðifélagsins. Skylda er að skrá allan afla, lax og silung.





