Fossá silungasvæði
Almennar upplýsingar
Silungasvæðið í Fossá
Silungasvæðið í Fossá er um 10 km langt og nær frá hinum tignarlega Háafossi sem er næsthæsti foss landsins niður að Hjálparfossi. Frá Háafossi rennur áin um falleg gil í 2,5 km, með mjög fjölbreyttum veiðistöðum. Fyrir neðan gilið rennur áin hægar á malarbotni og meðfram grösugum bökkum með litlum djúpum holum. Þetta er víðfeðmt svæði og silungurinn hefur marga staði til að fela sig. Vatnið er afar tært og því þarf að fara extra varlega þegar gengið er með ánni.
Fyrir um miðju silungasvæðinu rennur Rauðá í Fossá og fylgir hún veiðisvæðinu svo tilvalið að kasta í hana líka.
Þegar líða fer á tímabilið og lækka tekur í ánni, er skemmtilegt að leggja á bílastæðinu fyrir ofan Háafoss og veiða gilið en þetta er góður göngutúr og tekur a.m.k. hálfan daginn.
Flestir leggja við sundlaugina og veiða sig upp ána, þar eru margir góðir staðir.
Frá Hjálparfossi og upp að Háafossi veiðist bæði bleikja og urriði. Það er ágætismeðalstærð á silungi og oft veiðast þarna urriðar vel yfir 2 pund.
Silungstímabilið hefst 1. maí og verður betra alveg fram að loka degi.
Leiðarlýsing og veiðisvæði
Vinsælar flugur
Púpur og streamerar.
Hentug veiðitæki
Við mælum með einhendum með línu stærð 5 – 7
Gisting
Veiðihús fylgir ekki.
Staðsetning
Hjálparfoss: 64°06'52.2"N 19°51'13.7"W
Fjöldi stanga
2 stangir, seldar saman.
Leyfilegt agn
Fluga.
Kvóti
Öllum fiski skal sleppt.
Veiðitímabil
Daglegur veiðitími
07:00 - 13:00 og 16:00 - 22:00
Veiðivarsla
Gummi s. 8446900
Skráning afla
Vinsamlegast sendið veiðitölur á info@icelandoutfitters.com
Veiðikort
