Eystri Rangá

Eystri Rangá, haustveiði

Almennar upplýsingar

Það er okkur sönn og mikil ánægja að geta boðið uppá eina af bestu haustveiði sem er í boði á íslandi.

Flestir þekkja Eystri Rangá enda er hún búin að vera í toppsætum bestu laxveiðiáa landsins síðastliðin 20 ár.  Á seinni árum hefur veiðifélag Eystri Rangá einbeitt sér að ræktun á stórlaxi og hefur það lukkast mjög vel, veiðimönnum til mikillar ánægju. Með þessari aðgerð hefur veiðin í Eystri Rangá orðið áhugaverðari með hverju árinu og einn af öruggari kostum í laxveiði sem eru í boði á markaðnum

 

Leiðarlýsing og veiðisvæði

4.-15. september,

  • 18 stangir í ánni, skipt í 9 svæði, 2 stangir eru saman á svæði og er selt á hvert svæði fyrir sig. Til þess að fá frekari upplýsingar um veiðisvæðin þarf að hafa samband við IO veidileyfi.

16 sept -15 Okt 

  • 12 stangir í ánni, skipt í 4 svæði og eru 3 stangir saman á hverju svæði og rótera veiðimenn innbirðis svæða. Það tekur 2 daga að fara yfir alla ánna/öll veiðisvæðin svo það er mjög sniðugt að kaupa 2 daga til þess að ná öllum svæðum.

Fluga maðkur og spúnn. Veiðimenn eru skyldaðir að setja allar hrygnur sem eru stærri en 75cm í tilgerðar kistur sem eru staðsettar á öllum veiðisvæðum Eystri Rangár. Einnig eru veiðimenn beðnir um að sleppa öllum silungi en hann hefur átt undir högg að sækja á seinni árum.

Vinsælar flugur

Bismo, Sunray, Þýsk snælda, Francis og fleira.  Túbur virka mjög vel í Eystri Rangá. 

Hentug veiðitæki

Tvíhenda með sökktaum. 

Gisting

Gisting fylgir ekki.

Staðsetning

Þjónustuhús veiðifélagsins: 63.774338, -20.250525

Fjöldi stanga

18 stangir 4-15/9. 12 stangir 16/9-15/10

Leyfilegt agn

Fluga, maðkur og spúnn.

Kvóti

Öllum hrygnum stærri en 75 cm skal setja í þartilgerðar kistur. Öllum silungi skal sleppt.

Veiðitímabil

Haustveiði, 1/9 - 15/10.

Daglegur veiðitími

4-15/9: 07:00-13:00 og 15:00-21:00.

Veiðivarsla

Guðmundur s. 844 6900

Skráning afla

Veiðibók er í þjónustuhúsi veiðifélagsins.

Veiðikort